Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 79
HAMIN G JULEIT
77
ávextir eru beiskir, og dýrin
hrækja þeim út úr sér án þess
að kingja þeim; en flestir holl-
ir ávextir eru sætir. Þetta er
aðferð náttúrunnar til þess að
sjá svo um, að óæðri dýrin
velji sér það sem hollt er fyrir
þau, en sneiði hjá því, sem
skaðlegt er. En hún gegnir öðru
hlutverki. Nautnin hefur þau
áhrif, að dýrin halda áfram
við, eða endurtaka það, sem
veitir þeim nautnina; sársauk-
inn hefur öfug áhrif. Og enn
sem fyrr eru áhrifin sjálfvirk:
dýrin staldra ekki við til að í-
huga málið.
Og svo er eitt enn. Því fylg-
ir ætíð nautn að fullnægja ósk
eða þörf. Það er mikil nautn
að því að drekka vatn, þegar
maður er þyrstur, og það er
kvöl, ef maður fær ekki vatn,
til að svala þorstanum. Og
takið eftir því, að það er vatn-
.ið, sem maður þráir, en ekki
nautnin. Sannleikurinn er sá, að
mjög fáir menn, og vissulega
engin dýr, leita sjálfrar nautn-
arinnar af ásettu ráði. Kenn-
ingin um nautnina vegna nautn-
arinnar sjálfrar er byggð á
mjög villandi sálarfræði. Dýrin
láta stjórnast af meðfæddum
eðlishvötum, og þegar þau full-
nægja þessum hvötum, njóta
þau lífsins á sinn hátt. Jafn-
vel svínið í drafinu er ekki að
leita nautnar; það er að leita
að því, sem er hollt fyrir svín.
Við erum líka í heiminn bor-
in með margar frumstæðar
eðlishvatir; og að njóta lífsins
1 frumstæðum skilningi, er að
fullnægja þessum eðlishvötum.
Að eta þegar við erum svöng,
að hlæja þegar okkur er
skemmt, að hvílast þegar við
erum þreytt, að brjóta leir-
tauið þegar við reiðumst, allt
eru þetta athafnir, sem okkur
er mikil nautn í að framkvæma.
Það er athöfn, æsing, sem hinn
skemmtanasjúki sækist eftir.
En mannseðlið er alltof
margbrotið til þess að því verði
fullnægt af frumstæðum
nautnaathöfnum. Ef hægt væri
að taka hverja nautn út af fyrir
sig, væru þær vissulega hver
um sig góðar. En slíkt er ekki
hægt: sérhverri nautn fylgja
aðdragandi og eftirköst. Til
þess að geta notið lífsins til
fulls, verður að líta á það sem
heild. í samræmi við það er
næsta verkefni sálfræðingsins
að athuga, hvaða áhrif nautna-
athafnir, sem koma hver á
eftir annari, hafa hver á aðra.