Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 108
106
■orval
irinn taldi það ekki alvarlegt,
en ráðlagði mér þó að halda
kyrru fyrir í hálfan mánuð.
Ég minntist þess, að við höf-
um rætt um það áður, að mað-
ur þykist hárviss að líkaminn
þoli allt, sem á hann er lagt; og
þessi hugsunarháttur skapar
manni öryggiskennd og rólyndi,
sem þeir einir þekkja, sem hafa
reynt það. Þetta hefur orðið
meðorsök þess, að hugur minn
er svo móttækilegur fyrir öll
þau áhrif, sem að mér hafa
beinzt, að mér hefur stundum
fundizt ég vera auðugastur allra
manna, en stundum hefi ég
líka orðið bæði málvana og rugl-
aður. Svo er dálítið annað, sem
mig hefur lengi langað að
spjalla við þig um. Mér hefir í
mörg ár, já, allt mitt líf, fundizt
ég vera eitthvað sérstakt, frá-
brugðinn öðrum mönnum. Auð-
vitað var mér þessi tilfinning
ekki ljós áður fyrr, en á síðustu
árum hefir hún vaxið og mót-
ast. Ég segi ekki, að ég hafi
hrint henni frá mér — það eyk-
ur metnaðinn að vera sér þess
meðvitandi, að maður sé ekki
eins og aðrir, en aftur á móti
hefi ég reynt að komazt fyrir
orsökina. Ég hefi oft veitt því
•eftirtekt, að þegar ég á í mestu
andstreymi, er þessi tilfinning
sterkust.
Þú getur þá ímyndað þér, að
næsta skref mitt var að reyna
að komast að raun um, að hvaða
leyti ég væri frábrugðinn, og
hverju ég ætti að keppa að. Auð-
vitað var fyrsta og síðasta
hugsun mín ritstörfin (og er
það raunar ennþá), en mér
fannst mig skorta hæfileikann
til að skrifa — eða öllu heldur
hina meðfæddu rithöfundar-
gáfu.
Það sem merkast er — og ef
til vill það réttasta — er það,
að ég er ævintýramaður, og
þess vegna hefur mér komið
svo margt í hug varðandi sjálf-
an mig.
Þú verður ef til vill forviða
yfir því, að ég skuli skrifa þér
á þennan hátt — en hver veit
nema þessi orð mín séu ekki
með öllu andvana fædd. En þú
þekkir breytinguna, sem verður
á hugsuninni frá því að hún
kviknar í hugskotinu þar til hún
er orðin að skrifuðu orði.
Innilegustu kveðjur. K.
Borgvndarhólmi, 16. jan. 1944.
Kæra Hanna.
Ég var að horfa á stein, sem
var dálítið undir yfirborðinu —