Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 47
1 HEIMI SKRIFFINNSKUNNAR
45
að vera með gagnslaust nöldur.
Með samtökum gætum við
neytt skriffinnana til þess að
láta að vilja okkar, áður en þeir
verða að drottnandi stétt, sem
leyfir ekki neina gagnrýni.
Ein af mestu veilum skrif-
finnskunnar eins og hún er í
dag, er sú, að henni getur ekki
skilizt gildi undantekninganna.
Sérhver stjórnarskrifstofa ætti
að hafa einn „undantekninga-
stjóra", sem hefði óbundnar
hendur gagnvart samstarfs-
mönnunum. Hlutverk hans ætti
að vera að segja: „Já, ég veit,
að reglurnar mæla svo og svo
fyrir, en þetta er undantekning."
Og því stærra sem umráðasvið
skriffinnskunnar er, þeim mun
fleiri verða undantekningarnar.
Opinber starfsmaður, sem hvað
eftir annað lætur hjá líða að
taka tillit til sérstakra aðstæðna,
maður, sem ekki getur skilið, að
þótt regla eigi við í 99 tilfellum,
getur hún verið hættuleg og
eyðileggjandi í 100. tilfellinu,
hann ætti að flytja á forngripa-
safn, því að þar á hann heima.
í mörgum opinberum stofnun-
um er sá háttur hafður, að
starfsmaður fær áminningu, ef
hann gerir skyssu, en á hinn
bóginn hlýtur hann ekkert hrós,
þó að hann sýni dugnað og fram-
takssemi í starfinu. Af þessu
leiðir, að það borgar sig ekki að
hætta á neitt, er heppilegra að
leysa aðeins nauðsynlegustu
verk af hendi. Starfsmaðurinn
hækkar í stöðu eftir starfsaldri
og af því að hann er talinn dygg-
ur og áreiðanlegur. En þessir
dyggu og áreiðanlegu menn, sem
skjóta sér undan allri ábyrgð,
geta reynzt talsvert hættulegir
fyrir þjóðfélagið, sem þeir eiga
að þjóna. Og ennfremur: því
víðtækari sem skriffinnskan
verður, þeim mun meiri hætta
er á því, að starfsmennirnir auð-
sýni stofnun sinni eða stjórnar-
deild meiri hollustu en almenn-
ingi. Maður, sem starfar í stórri
stjórnarskrifstofu, missir oft
sjónar á fólkinu. Það vill oft
brenna við, að hugur hans snú-
ist mestmegnis um togstreituna
milli stjórnardeildanna innbyrð-
is.
Oft og einatt hefir slíkur
starfsmaður lítið sem ekkert
samband við almenning, þannig
að áhugamál og þarfir fólksins
komast ekki að fyrir innbyrðis
klíkuskap skriffinnanna. Á
nokkrum áratugum myndi vera
hægt að skapa skriffinnayfir-
stétt, sem hefði með öllu gleymt