Úrval - 01.10.1947, Side 47

Úrval - 01.10.1947, Side 47
1 HEIMI SKRIFFINNSKUNNAR 45 að vera með gagnslaust nöldur. Með samtökum gætum við neytt skriffinnana til þess að láta að vilja okkar, áður en þeir verða að drottnandi stétt, sem leyfir ekki neina gagnrýni. Ein af mestu veilum skrif- finnskunnar eins og hún er í dag, er sú, að henni getur ekki skilizt gildi undantekninganna. Sérhver stjórnarskrifstofa ætti að hafa einn „undantekninga- stjóra", sem hefði óbundnar hendur gagnvart samstarfs- mönnunum. Hlutverk hans ætti að vera að segja: „Já, ég veit, að reglurnar mæla svo og svo fyrir, en þetta er undantekning." Og því stærra sem umráðasvið skriffinnskunnar er, þeim mun fleiri verða undantekningarnar. Opinber starfsmaður, sem hvað eftir annað lætur hjá líða að taka tillit til sérstakra aðstæðna, maður, sem ekki getur skilið, að þótt regla eigi við í 99 tilfellum, getur hún verið hættuleg og eyðileggjandi í 100. tilfellinu, hann ætti að flytja á forngripa- safn, því að þar á hann heima. í mörgum opinberum stofnun- um er sá háttur hafður, að starfsmaður fær áminningu, ef hann gerir skyssu, en á hinn bóginn hlýtur hann ekkert hrós, þó að hann sýni dugnað og fram- takssemi í starfinu. Af þessu leiðir, að það borgar sig ekki að hætta á neitt, er heppilegra að leysa aðeins nauðsynlegustu verk af hendi. Starfsmaðurinn hækkar í stöðu eftir starfsaldri og af því að hann er talinn dygg- ur og áreiðanlegur. En þessir dyggu og áreiðanlegu menn, sem skjóta sér undan allri ábyrgð, geta reynzt talsvert hættulegir fyrir þjóðfélagið, sem þeir eiga að þjóna. Og ennfremur: því víðtækari sem skriffinnskan verður, þeim mun meiri hætta er á því, að starfsmennirnir auð- sýni stofnun sinni eða stjórnar- deild meiri hollustu en almenn- ingi. Maður, sem starfar í stórri stjórnarskrifstofu, missir oft sjónar á fólkinu. Það vill oft brenna við, að hugur hans snú- ist mestmegnis um togstreituna milli stjórnardeildanna innbyrð- is. Oft og einatt hefir slíkur starfsmaður lítið sem ekkert samband við almenning, þannig að áhugamál og þarfir fólksins komast ekki að fyrir innbyrðis klíkuskap skriffinnanna. Á nokkrum áratugum myndi vera hægt að skapa skriffinnayfir- stétt, sem hefði með öllu gleymt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.