Úrval - 01.10.1947, Side 80

Úrval - 01.10.1947, Side 80
78 TjRVAIi Ef þú slærð t. d. nótuna As á píanóið og samtímis A einni áttundu ofar, finnst þér það sker- andi falskur hljómur, en þegar þessir mishljómar eru tengdir saman í tónaröð eins og í kór- laginu „Wach auf“ í 3. þætti Meistarasöngvaranna, auka þeir raunverulega nautnina af hin- um breytilegu samhljómum. Sumir hafa notað þetta und- arlega fyrirbrigði sem rök fyrir því, að heimur þar sem ekkert andstreymi væri til, mundi verða eins steinrunninn, svip- laus og leiðinlegur og sálma- lag, sem ekki er í nokkur mis- hljómur. Af þessu leiðir, að öruggasta leiðin til að njóta lífsins er að velja þær nautnir, sem þróast geta stig af stigi eins og stef í hljómkviðu. „Það er meiri nautn fólgin í að leita en að finna“. Hvað er þá hamingja? Sál- fræðingurinn skilgreinir hana þannig: „Hamingja sprettur upp af samræmdum athöfnum vel skipulagðs persónuleika, röð athafna, þar sem allar óskir og Ianganir mannsins styðja hver aðra í stefnu að sama marki“. Með öðrum orðum, ef þú vilt vera hamingjusamur, verðurðu að leitast við að fullnægja ekki aðeins einstökum blindum eðlis- hvötum, heldur öllum persónu- leika þínum. Ef meginstarf þitt í Iífinu — atvinna þín utan eða innan veggja heimilisins — stuðla að því að svo geti orðið, ertu vissulega vel settur. En sálfræðingurinn vill einn- ig minna þig á, að í persónu- leika þínum býr ekki aðeins til- finning, heldur einnig vit og vilji. Og í samræmi við það vil ég leggja áherzlu á eina tegund nautnar, sem mér finnst að fyrri ræðumenn hafi ekki gefið nægan gaum. Það má kannske kalla það vitsmuna- lega nautn. Það er sú tegund fullnægingar, sem vísindamað- urinn sækist einkum eftir. Hún þarf ekki að vera nein háspeki. Áhuginn á krossgátum, talna- þrautum, gáfnaprófum og öðru slíku er ljós vottur þess, að öllum þykir gaman að glíma við vitsmunaleg viðfangsefni, ef þau eru við þeirra hæfi. Og enn er eitt, sem ekki má gleymast. Sérhver einstakling- ur er einnig hluti af heildinni, Jafnvel þær eðlishvatir, sem við höfum erft frá forfeðrum okkar í dýraríkinu, miða ekki aðeins að velferð einstaklings-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.