Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 3
«►
M\. 6
\J !
TlMARITSGREINA I SAMÞJOPPUÐU FORMI
6. ÁRGANGUR •:> REYKJAVlK <> NÓV. — DES. 194T
Jólarœða fyrir heiðirrgja.
IJr „The Strand“,
eftir C. S. Lewis.
EGAR ég var beðinn að
skrifa jólaræðu fyrir heið-
ingja, var ég fljótur að taka
boðinu, en þegar ég sezt nú nið-
ur til að láta til skarar skríða,
xnæti ég örðugleikum. Eru
nokkrir heiðingjar í Englandi,
sem ég get skrifað fyrir?
Ég veit, að sífellt er verið að
segja okkur, að þetta land sé að
hverfa til heiðindóms. En þá er
átt við það eitt, að það sé að
hverfa frá kristni. Og er það
ekki tvennt ólíkt? Við skulum
minnast, hvað heiðingi eða róm-
verska orðið pagan þýddi í raim
og veru.
„Heiðingi“ var maður, sem
bjó á heiðum úti, úti í óbyggð-
inni. „Pagan" var maður, sem
bjó í pagus eða litlu þorpi. Orð-
C. S. Lewis er prófessor í bók-
menntasögu við háskólann í Oxford
og hefur skrifað margar bækur um
trúmál. Tvær þeirra hafa komið út
í íslenzkri þýðingu Andrésar Bjöms-
sonar: Rétt og rangt og Guð og
menn. Lewis þykir afburðasnjall rit-
höfundur, frumlegur og skýr. Ein-
hver þekktasta bók hans er The
Screwtape Letters. Eru það bréf, sem
hann lætur Kölska skrifa umboðs-
manni sínum hér á jörðinni, ráð og
leiðbeiningar um það, hvemig sálna-
veiðar verði stundaðar með beztum
árangri.
in þýddu því í rauninni „sveita-
maður“ eða „hjárænulegur mað-
ur“. Orðin eru frá þeim tíma, er
stærri borgir rómverska heims-
veldisins voru þegar orðnar
kristnar, en gömlu náttúrutrú-
arbrögðin héldust ennþá úti um