Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 87
BlLAÁST
85
spáir því að barnsfæðingum
muni fækka mikið þegar bíla-
framleiðslan er orðin það mikil,
að flest ung hjón geta átt bíl.
En prófessorinn hefur ekki
alls kostar rétt fyrir sér. Það
er helmingi dýrara að ala upp
bam, því að undir eins og
bamið hefur aldur til, heimtar
það sinn eigin bíl!
Þær þjáningar og fjörtjón,
sem bílslysin valda, yfirskyggja
alla útreikninga um spamað
eða eyðslu á tíma. Samt er ljóst,
að ef meðalaldur þeirra 35 000
manna, sem deyja í bílslysum
á ári hverju, er talin 30 ár, og
meðalmannsæfi er 63 ár, og ef
vinnutap þeirra 1000 000
manna, sem slasast á hverju
ári, er reiknað ein vika á mann
að meðaltali, hækkar þetta út-
gjaldaliðinn um meira en miljón
mannlífsár.
Þetta er hreint enginn smá-
reikningur. Einkum ef við hann
er bætt þeirri staðreynd, að
amerískur launþegi eyðir milli
tíunda og fimmta hluta tíma
síns í bílinn sinn, í kaup á
honum, viðhald og notkun. Að
bíllinn spari honum jafnmikinn
tíma getur enginn sagt með
sanngimi. Hann verður því að
líta á bílinn sinn sem munað
eða byrði, eða ef til vill hvor-
tveggja.
En auðvitað gerir hann hvor-
ugt. Því að þegar um bílinn er
að ræða komast engin skynsam-
leg rök að. Mörgum kann að
finnast það öfugmæli að kalla
bílinn „ökutæki til skemmtun-
ar“ eins og gert er í opinberum
skýrslum, þegar horft er á hin-
ar silalegu halarófur á götum
stórborganna, hlustað á óþolin-
mótt og gremjufullt bílflautið,
sem heyrist þar sí og æ og litið
er á hagskýrslur umferðaslys-
anna — en sannleikurinn er sá,
að bíllinn er fyrst og fremst
skemmtitæki.
V en julegum manni mundi finn-
ast það jafnfjarstætt að meta
bílinn sinn á mælikvarða sem tel-
ur í krónum og aurum og að
láta móður sína taka þátt í feg-
urðarsamkeppni. Hann er ást-
arævintýrið hans, með bólstr-
uðum sætum og á fjöðrum.
Hann er töfrateppið hans, með
útvarpi og öllu tilheyrandi.
Hann er huggun hans: hann er
kannski kúgaður heima og fót-
um troðinn á vinnustaðnum, en
hina hraðfleygu sælustund til
og frá vinnu er hann konungur,
sem með einu látbragði getur
látið hundrað hesta hlýða sér.