Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 94
92
ORVAL
gamni. „Frú mín góð, hvernig
getur þessi litla klukka vitað,
hvað sólin hefst að?“ spurði
hann. Þegar hann var spurður,
hvemig hann eyddi deginum,
svaraði hann grafalvarlegur:
„Ég var að lesa yfir eitt af kvæð-
um mínum í allan morgun og
strikaði út eina kommu. Eftir
hádegið setti ég hana aftur.“ I
annað skipti sagði hann: „Þegar
ég skrifaði á manntalsskýrsluna,
setti ég aldur minn 19 ár og at-
vinna: snillingur.“ Eitt sinn er
hann var staddur á sveitasetri,
kom hann til morgunverðar,
þreyttur og gugginn. Þegar
hann var spurður, hvort hann
væri veikur, svaraði hann: „Nei,
ég er ekki veikur, en dauðþreytt-
ur. Ef satt skal segja tíndi ég
vorrós í skóginum í gær, og hún
var svo veik, að ég hefi orðið að
vaka yfir henni í alla nótt.“
Honum var vel ljóst, hvaða áhrif
fjarstæða sem þessi hefði á
venjulegt fólk, og þegar hann
heyrði mann, sem hann mætti,
segja: „þetta er andskotans fífl-
ið, hann Oscar Wilde,“ þá sagði
hann við félaga sinn: „Það er
furðulegt, hvað maður verður
fljótt þekktur í London."
Wilde var ákveðinn í því að
verða frægur, því að frægð var
sama og peningar og peningar
sama og frelsi, og með fyndni
sinni og fjarstæðuhjali ávann
hann tvennt: að skapa sjálfum
sér ánægju og koma fólki til að
tala um sig. Honum tókst þetta.
Árið 1880 fóru að birtast skop-
teikningar af honum í „Punch“,
og nokkru síðar var leikrit sett
á svið, þar sem aðalpersónan.
var skopstæling af honum. En
þekktasti gamanleikurinn um
hann var Þolinmæði eftir Gilbert
og Sullivan, sem leikinn var í
Opéra Comique í aprílmánuði
1881.
En þrátt fyrir alla frægðina,
áskotnaðist honum lítið fé, og
fasteignin, sem hann hafði erft,
var veðsett til fulls; hann varð
jafnvel að fá peninga að láni
hjá móður sinni. Hann hafði
loks aðeins um eina leið að velja
og hann fór hana. Kvæði eftir-
Oscar Wilde komu út í júlímán-
uði 1881. Þrátt fyrir mjög harða
gagnrýni, seldust fimm útgáfur
af bókinni á skömmum tíma.
Það er ekki hægt að lýsa áliti
almennings á bókinni, betur en
með orðum Olivers Elton, er
hann viðhafði í ræðu í Málfunda-
félagi Oxfordmanna. Wilde
hafði sent Málfundafélaginu eitt.
eintak af bókinni að gjöf, en