Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 49
ÁTÖKIN UM JAPAN
47
mála um, að hag- og stjórnar-
kerfi landsins hafi ekki tekið
neinum raunverulegum breyt-
ingum.
Þetta er engan veginn af því
að hernámsstjórnin sé vísvit-
andi að slá ryki í augu umheims-
ins, en sýnir aðeins, að umbóta-
viðleitni hennar er að engu ger
af hinum gömlu ráðastéttum
landsins, sem MacArthur telur
sig ekki geta verið án af ótta
við sósíalistisk áhrif.
Sama tilhneiging gerir vart
við sig á stjórnmálasviðinu.
Breyting í lýðræðisátt er hér
einnig óaðfinnanleg á yfirborð-
inu. Að skipun MacArthurs er
keisarinn ekki lengur guðlegur.
Óneitanlega skynsamleg og lýð-
ræðisleg ráðstöfun. En hvað ef
hinn japanski borgari blótar hin-
um guðlega Hirohito á laun?
Allir stjórnmálaflokkar og
verkalýðsfélög eru leyfð aftur;
skoðanafrelsi, trúfrelsi og prent-
frelsi er lögskipað eins og í öðr-
um lýðræðislöndum. En á þessu
lýðræðislega fyrirkomulagi, sem
hemámsstjórnin fyrirskipaði
þegar í upphafi, em því miður
nokkrir fegurðargallar í fram-
kvæmd. Verkalýðsfélögin hafa
t. d. ekki verkfallsrétt og mjög
takmarkaðan samningsrétt. —
Japanski vefnaðarvöruiðnaður-
inn er t. d. mjög að rétta við
aftur. Svíar hafa keypt mörg
hundruð þúsund metra af ódýr-
um, japönskum bómullarefnum.
Áður fyrr notuðu Japanar ind-
verska bómull. Nú nota þeir að-
eins ameríska bómull. Fé-
lagssamtök vefnaðarvöruverka-
manna eru tiltölulega öflug, en
laun þeirra mjög lág. Nýlega
ætluðu allir vefnaðarvömverka-
menn landsins að gera verkfall,
en hernámsstjórnin bannaði
verkfallið. Verkalýðssamband
þeirra hefur nú kært fyrir her-
námsnefnd Bandamanna, þar
sem hinar sósíalistisku stjórnir
Englands, Ástralíu og Nýja Sjá-
lands eiga fulltrúa. Það verður
fróðlegt að vita, hvernig þessari
baráttu fyrir lýðræðislegum
réttindum í Japan lýkur.
Sama mismun á orðum og at-
höfnum er að finna á öðrum
sviðum stjórnmálanna. Það rík-
ir pólitískt skoðanafrelsi í Jap-
an — en MacArthur bannaði 1.
maí kröfugöngur kommúnista
og áróður þeirra, og varautan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
Dean Acheson, staðfesti þetta
bann. Acheson sagði, að Ame-
ríkumenn kærðu sig ekki um
kommúnisma í Japan. Mjög