Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 57
SAMJÖFNUÐUR Á MAURUM OG BÝFLUGUM
55
á meðal þeirra eru Samverjar
(um það bil einn af hverjum
tíu), og fyrr eða síðar hrærist
einn þeirra til meðaumkunar,
gengur til hans og ber hann
heim til búsins.
Að þessu leytinu fær hvorug-
ur aðilinn einkunn.
Pyrir hugrekki fær maurinn
hærri einkunn. Þó gef ég hana
ekki alveg með góðri samvizku,
því að sumar maurategundir
eru hugleysingjar. En á meðal
maura eru kynflokkar, er sýna
ógnþrungið hugrekki, og hvorki
hörfa né gefast upp, hvað
sem á gengur, og berjast til síð-
asta maurs, ef þeir eru ofurliði
bornir. Býflugan er ekki bar-
dagafús. Sannast að segja er
hún ekki öðru frábitnari, nema
hún sé þá áreitt eða sé að ræna
önnur bú. En sé hún reitt til
reiði, svo að um munar, fyrir-
finnst ekki grimmara og æðru-
lausara kvikindi á jarðríki.
Henni finnst hún endilega verða
að stinga eitthvað, jafnvel þótt
hún deyi af völdum þess — og
öðru er ekki til að dreifa. En
mér virðist við ekki geta tekið
einbert berserksæði til greina,
svo að dómurinn haggast eigi.
Maurinn heyr styrjaldir, leið-
ir heri fram til orrustu, sezt mn
borgir, ræðst á setulið og leik-
ur á óvini sína af snilldarlegri
herstjómarlist. Ekkert okkar
telur styrjöld æskilega, eins og
sakir standa, en það breytir engu
hér um. Býflugan getur ekkert
í líkingu við þetta. Einu styrj-
aldirnar, sem hún heyr, eru los-
aralegar, óskipulagðar árásir á
bú stallsystra sinna.
Hér veitir maurnum betur.
Býflugan skarar fram úr um
iðjusemi. Við veljum beztu
maurategundir til þessa saman-
burðar — því að til eru maur-
ar, sem vart hafa meira um sig
en svefnmýs að vetrarlagi. En
hversu ötulir sem maurar geta
verið, jafnast þeir ekki á við
býflugurnar. Býfluga, sem lifað
gæti í sjö eða átta mánuði, og
líklega miklu lengur, drepur sig
á vinnu á fáeinum vikum um
annatímann. Miklu hægara er
að afla og meðhöndla fæðu
maursins, og þótt hann liggi
ekki í leti og ómennsku, legg-
ur hann aldrei á sig linnulaust
sólarhringserfiði, eins og oft
vill til um býfluguna, enda lif-
ir hann ef til vill árum saman.
Maurinn reisir borgir sínar
neðanjarðar. Þar eru salir og
smáklefar, akrar, vel hirtar
hjarðir búpenings, þrælar,