Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL,
gulrætur. Einstaka sinnum er
kjöt, fiskur eða egg á borðum.
Að lokum er drukkið kakó og
borðað heimabakað brauð með
smjörklínu eða ávaxtasultu. Síð-
an eru talnaböndin tekin ofan af
naglanum, og Mick og fjöl-
skylda hans krýpur niður og les
kvöldbænina upphátt. Svo fara
yngstu börnin að hátta, en hin
eldri f á að leika sér svolítið leng-
ur. Mick gengur út fyrir eða sezt
áharðan tréstólinn og fer að lesa
dagblað. — Miek reykir ekki
nema á sunnudögum, hann
kaupir sér aldrei glas af víni, en
fyrir kemur, að hann þiggur
staup, ef honum er boðið það að
loknum kaupskap á markaðs-
torginu. Á sunnudögum fer
hann með fjölskyldu sinni til
kirkju, heimsækir foreldra sína
og dundar eitt og annað heima
við. Einstaka sinnum fer hann
að horfa á knattspyrnukapp-
leik. Ef María fer á dansleik með
nágrönnunum, gætir hann bús
og bama.
*
Þannig er ævi írska landbún-
aðarverkamannsins. Það er ekki
hægt að segja, að hann lifi neinu
sældarlífi. I efnahagslegu tilliti
er eins og hann lifi alls ekki á
þessari öld. En ef litið er á hann
sem einangrað fyrirbrigði, verð-
ur að viðurkenna, að hann lifir
hamingjusömu lífi. Eflaust
gleypa borgirnar eitthvað af
hinum átta börnum hans — ein-
ungis spölkorn í burtu eru sér-
skólar, sem geta skapað vélrit-
ara eða saumakonur úr dætrum
hans, og verkfræðinga eða iðn-
verkamenn úr sonum hans. Og
Mick getur ekki unnið fyrir
öðru en mat og húsaskjóli. Mick
Mack dregur fram lífið — það
er allt og sumt.
CO^CO
Góð aug-lýsing.
Pyrir nokkrum árum gat að lesa eftirfarandi auglýsingu í
amerísku blaði í New York: „Ungur, laglegur miljónamæringur
óskar eftir að kynnast stúlku, sem líkist aðalkvenpersónunni í
skáldsögunni ,,M.....“. Hjónaband getur komið til greina."
Fyrsta útgáfa skáldsögunnar ,,M........“ seldist upp á einum
degi. _ Allt.