Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 69
NÝJTJNGAR 1 VlSINDUM
67
svæðið. Þörungarnir í sjónum
drukku í sig geislamagnaðar
agnir. Smáfiskar, sem átu þör-
ungana, smituðust og dóu eftir
tæpar tvær vikur. Stærri fiskar
átu þessa smáfiska og dóu eftir
tæpar þrjár vikur. Hin rotnandi
hræ þeirra smituðu svo aftur
þörungana. Geislaverkanir þör-
unga, sem söfnuðust á botn
birgðaskipa leiðangursins, voru
stundum svo miklar, að mæla
mátti þær í gegnum stálbyrð-
inginn. Stundum varð að færa
kojurnar frá byrðingnum til
varnar mönnunum, sem sváfu í
þeim. Þegar kælivatnsleiðslur
skipsins urðu geislamagnaðar,
varð að stytta vinnutímann í
vélarúminu. Áður en leiðangurs-
menn héldu heim, var svo kom-
ið, að öryggissveitin var farin að
rannsaka næstum því hvern
matarbita, sem leiðangursmenn
létu ofan í sig, allt drykkjar-
vatn, allan þvott, öll handrið á
skipunum, og jafnvel sandinn
þar sem mennimir böðuðu sig.
„Smitun“ Bikinieyjar gat ekki
haft neinar slæmar afleiðingar,
því að hún er afskekkt og
óbyggð kóraleyja, og fiskamir,
sem smituðust, vom ekki far-
fiskar, sem „sýkt“ gætu útfrá
sér á stóm svæði.
Enginn af þeim 42000 leið-
angursmönnum, sem fór til
Bikini, biðu heilsutjón af geisla-
verkunum svo greint yrði. En
sumir okkar hafa verið að velta
því fyrir sér, hvað skeð hefði, ef
á Bikiniey hefði verið fjölmenn
hafnarborg, og álandsvindur
hefði verið. Geislamögnuð efni,
sem jafngilt hefðu mörgum smá-
lestum af radíum, hefðu þá
dreifst yfir borgina. Flestir íbú-
anna hefðu dáið. Skjótur brott-
flutningur hefði ef til vill getað
bjargað fáeinum, en engum
vörnum hefði verið við komið.
Eina vörnin gegn kjarnorku-
sprengjum er enn ekki á valdi
vísindanna. Hún er sú að koma
í veg fyrir kjarnorkustyrjöld.
dr. Stafford L. Warren í ,,Life“.
Jarðvegur og heilbrigði.
í erindi, sem dr. W. G. Ogg
flutti á þingi Brezka vísindafé-
lagsins ræddi hann um rann-
sóknir á áhrifum jarðvegs-
ins á heilsufar jurta og dýra.
Miklar framfarir hafa orðið
í þessu efni síðasta aldarfjórð-
unginn. Merkastar em uppgötv-
unin um mikilvægi hinna svo-
nefndu „snefilefna" (trace ele-
ments), sem svo eru nefnd af