Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 12
Hver þekkir ekki svolítið af sjálfum sér
1 þessari skemmtilegu lýsingu ?
Hetja á flugi.
Grein úr „London Daily Mail“,
eftir Patrick Campbeil.
‘C’G vil heldur sitja þrjár
klukkustundir í biðstofu
tannlæknis með f jórar skemmd-
ar tennur og rótskemmdan enda-
jaxl, en 15 mínútur í flug-
stöð, bíðandi eftir því að fara
um borð í flugvél.
Þið getið kallað þetta móður-
sýki, eða óréttláta gagnrýni á
samgöngutæki, sem reynzt hef-
ur hraðfleygasta, öruggasta og
þægilegasta samgöngutæki í
heimi. En þegar um er að ræða
flugvélar, kemst engin skynsemi
að hjá mér.
Ég er ágætur á flugfélags-
skrifstofunni; já, meira en það:
þegar ég sé fólk standa í bið-
röðum fyrir framan nöfn eins
og „New York“, „Chungking“
og „Bermúda", finn ég til svo-
lítillar öfundar yfir því, að ferð
minni skuli ekki heitið til jafn-
rómantískra staða. En þessi
langferðalöngun hverfur sem
dögg fyrir sólu um leið og ég
stíg upp í flugbílinn.
Það fyrsta sem ég geri, þegar
ég er kominn upp í bílinn, er að
athuga hina farþegana, til þess
að sjá, hvort þeir eru af því tag-
inu, sem ég mundi kjósa að
deyja með. En hvernig sem á
því stendur, þá uppfylla þeir
aldrei kröfur mínar í því efni.
Þegar við komum út í flugstöð-
ina, hef ég létzt um eitt pund.
í flugstöðinni reyni ég að ná
tali af flugmanninum eða ein-
hverjum af áhöfninni. Ég þarf
að spyrja margra spurninga —
lítt hugsaðra og kæruleysislegra
spurninga, að því er virðist, en
þær snerta þó allar kjarna máls-
ins.
Ég vil geta spurt flugmann-
inn:
1. Eru beztu fáanlegu sér-
fræðingar búnir að athuga hvern
krók og kima í flugvélinni?
2. Hafið þér, eða einhver í
fjölskyldu yðar, nokkurn tíma
fengið svima, misst minni eða
fengið krampa?