Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 38
„Lofið börnunum að lœra
með höndunum."
Grein úr ,,Recreation“,
eftir O. K. Armstrong.
■*7TÐ hjónin vorum að negla
* aftur trékassa, sem sendast
átti með skipi, og þriggja ára
sonur okkar var að vappa í
kringum okkur og nauðaði sí-
fellt á að fá að reka nagla.
„Horfðu á mig, þá geturðu
lært hvernig á að fara að því,“
sagði ég.
„Nei, pabbi, lofaðu mér að
læra það með höndunum,“ sagði
hann.
Ég fékk honum hamarinn.
Sigurljóminn geislaði úr augum
hans á meðan hann hamraði á
naglanum.
Þetta atvik varð til þess að
ég keypti lítinn hamar, nagla
og dálítið af mjúkum viði og
bætti því við leikföng drengsins.
Hávaðinn varð óskaplegur, en
gleði drengsins yfir því að „búa
tii dót“ bætti margfaldlega fyrir
hann. Brátt varð ég að útvega
honum litla sög. Því næst blý-
ant og hornamæli til að draga
beinar línur. Þegar hann var sex
ára, átti hann orðið mikið safn
leikfanga, sem hann hafði búið
til sjálfur (undir föðirrlegri
handleiðslu að vísu).
Þegar annar drengurinn okk-
ar, tveim árum yngri, slóst í
hópinn, útbjó ég lítið bamaverk-
stæði í einu horni kjallarans
og útvegaði ódýran vinnubekk
ásamt nauðsynlegum verkfær-
um, nöglum og málningu.
Seinna kom litla systir og síð-
an tveir aðrir drengir, og ekki
voru þau fyrr farin að skríða
en þau lögðu leið sína niður í
smíðakompuna.
Þetta hefur ekki aðeins orðið
börnunum til afþreyingar, held-
ur hefur það þroskað hjá þeim
samstillingu handa og augna,
kennt þeim að meta nákvæmni
og mælingar og veitt þeim þekk-
ingu á tækjum og efni. Það