Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
get einungis tekið að mér þetta
mál, hr. Wilde, ef þér fullvissið
mig um og leggið við dreng-
skap yðar sem enskur heiðurs-
maður, að það sé enginn fótur
fyrir þessum ásökum, sem á
yður eru bornar.“
Wilde lýsti hátíðlega yfir því,
líklega að viðlögðum drengskap
sínum sem írskur heiðursmað-
ur, að áburðurinn væri með öllu
tilhæfulaus. Clarke tók þá mál-
ið að sér. Eftir að málið var
komið á þenna rekspöl, fóru
þeir Wilde og Douglas í ferða-
lag til Monte Carlo.
En Queensberry var ekki iðju-
laus á meðan þeir voru í burtu.
Hann hafði borið því við, að
hann væri að bjarga syni sín-
um, en nú snéri hann sér fyrir
alvöru að því að eyðileggja
hann. Hann fékk sér leynilög-
regluþjón og tók að safna sönn-
unargögnum. Hann var sífellt
á ferðinni, spyrjandi hina og
þessa, og var ósínkur að múta
þeim, sem gáfu kost á sér til
að bera falsvitni í þágu almenns
siðgæðis.
Með þessu móti tókst honum,
ýmist með hótunum, blíðmælgi
eða mútum, að fá hóp af kyn-
villingum og glæpamönnum, til
þess að bera vitni gegn Wilde.
Þegar Wilde kom aftur til
London, var hann heilan dag
í skrifstofu málafærslumanns-
ins ásamt Douglas, athugaði
framburð Queensberrys og nöfn
vitnanna, sem hann hugðist
leiða. Þetta opnaði augu Wildes
fyrir því, hve aðstaða hans var
orðin alvarleg, en það breytti
ekki ásetningi hans.
*
Queensberry-réttarhöldin hóf-
ust 3. apríl 1895. Ræða
Clarks hefði verið ágæt, ef
skjólstæðingurinn hefði verið
erkibiskupinn af Kantaraborg,
eins og Douglas komst að orði;
en þar sem ræðan var aðallega
lofgerð um bókmenntaafrek
Wildes, og hann lét einnig hjá
líða að spyrja hinna venjulegu
spurninga að henni lokinm, þá
hefði verið betra, að hann hefði
þegar hætt öllum afskiptum af
málinu. Clark hlýtur að hafa
vitað, þegar hann flutti ræðuna,
að Wilde var ekki eins saklaus
og hann lét; og þess vegna var
það skylda hans að sýna fram
á, hvílíkt óþverramenni Queens-
berry var, og að umhyggja hans
fyrir syninum var eintóm
hræsni. Það hefur eitthvað kom-
ið fyrir, sem hafði þau áhrif,
að hann skipti um skoðun. En