Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 22
Margskonar hjátrú hefur löngum
fylgt sjóferðum og siglingum.
Hjátrú sjómanna.
Grein úr „The Listener,“
eftir William McDoweli.
Q JÓMENN hafa verið hjátrú-
^ arfullir allt frá dögum Nóa,
og ástæðan er nokkurn veginn
augljós. Flest hjátrúarefnin
eru gömul, frá þeim tímum þeg-
ar fleyturnar voru litlar, votar
og dimmar og án nokkurs sam-
bands við umheiminn, þegar
landsýn sleppti. Á slíkum skip-
um, mönnuðum óupplýstum sjó-
mönnurn, sem trúðu á tákn og
undur, og hrúgað var saman í
dimmum Iúkurum, með dauðann
á verði hinum megin við kinn-
unginn, var auðvitað hin ákjós-
anlegasta gróðrarstía fyrir
hvers konar hjátrú, sem spratt
af óttanum við hið ókunna í
djúpum og ægivíðáttu hafsins.
Sjómenn telja það slæman
fyrirboða að missa fötu eða
kúst fyrir borð. Það er óláns-
merki að hnerra bakborðsmeg-
in. Og að draga fána á milli
rimla í stiga er blátt áfram að
bjóða ógæfunni heim. Það er
jafnmikið ólánsmerki að brjóta
niður gamlan bát og að flytja
prest eða lögfræðing sem far-
þega; en að nota eitt' eða tvö
stolin borð í nýjan bát er gæfu-
merki fyrir bátinn; og einnig
ef einhver sjómannanna hefur
ögn af salti í vasanum. Ef fluga
fellur í bjórkollu, sem fiski-
maður ætlar að fara að drekka
úr, er það góðsviti. Ein alkunn-
asta hjátrú sjómanna er óttinn
við að leggja á sjóinn á föstu-
degi. Uppruni hennar er ókunn-
ur. Sumir setja hana í samband
við það, að Kristur var kross-
festur á föstudegi. Aðrir telja
hana runna frá þeirri gömlu trú
að galdramenn og illir andar
héldu fundi yfir úthöfunum á
föstudögum. Mitt álit er, að
þetta muni sennilega vera úr
heiðnum sið. Föstudagurinn var
þá og er enn í flestum löndum
kenndur við Freyju konu Óðins
(á íslenzku Frjádagur og ensku
Friday).
Sú saga gengur, að brezka