Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 53
Övenjuleg réttarfarssaga.
Enginn efi.
Smásaga
eftir Billy Rose.
'C'LESTIR af þorpsbúunum í
Villeroi höfðu safnazt sam-
an í réttarsalnum. Sakborning-
urinn sat í fangastúkunni og
studdi holdugum höndunum á
riðið.
Philippe Durand, hinn frægi,
belgiski málaflutningsmaður,
sem hafði tekizt að fá 71 skjól-
stæðing sinn sýknaðan í 73
morðmálum, var sköllóttur, feit-
laginn maður og engan veginn
snyrtilega klæddur.
„Heiðruðu kviðdómendur",
hóf Durand mál sitt og talaði
hægt. „Henri Volpin er ákærður
fjnrir að hafa myrt 12 konur. I
heila viku hef ég hlustað á sækj-
anda málsins herða snöruna að
hálsi skjólstæðings míns.
Ég bið yður að minnast þess,
að ekkert vitni hefur komið
fram, sem hefur séð, þegar
morðin voru framin. Það hefur
ekki fundizt svo mikið sem nögl
af hinum myrtu. Sækjandinn
hefur byggt ákæru sína á líkum
— hálf gleymdum orðum, hnappi,
nokkrum kvenskóm.
Ef úrskurðar yðar yrði leitað
nú, er ég í engum vafa um,
hvernig hann myndi hljóða.
Sumir yðar mundu jafnvel vera
fúsir til að aðstoða við henging-
una.
Eg minnist bókhaldara eins í
þorpinu, þar sem ég fæddist —
hann var að mörgu leyti mjög
líkur Henri Volpin. Hann var
kyrrlátur maður — enginn veitti
honum athygli. I þau rúmlega
40 ár, sem Volpin hefur búið í
Villeroi, hefur varla nokkur
veitt honum athygli. Það er
óvenjulegt í litlu þorpi. Það þarf
ekki annað en að fá sér heldur
mikið í staupinu eða sjást á
gangi með stúlku, þá er talað
um mann.
Samkvæmt vitnisburðinum,
hefur eftirfarandi komið fyrir
þennan kyrrláta mann, Henri
Volpin: Kvöld nokkurt komu
maður og stúlka akandi í bifreið
7*