Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 100
98
tJRVAti
hefur verið sagt, að Oscar Wilde
hafi kvænzt til f jár. En sannleik-
urinn er sá, að hann unni Con-
stance mjög og hún sá ekki sól-
ina fyrir honum. Hún var hlé-
dræg, blíðlynd, tilgerðarlaus,
alvörugefin, með yndisleg, blá
augu og ljósjarpt hár.
Eftir að þau voru gift, var
hann spurður, hvers vegna hann
hefði orðið ástfanginn af Con-
stance. „Hún talar aldrei," svar-
aði hann, ,,og ég er alltaf að geta
mér til, hvað hún sé að hugsa
um.“
Brúðkaupið fór fram 29. maí
1884, með mikilli viðhöfn, og
brúðhjónin fóru síðan til París-
ar, þar sem þau eyddu hveiti-
brauðsdögunum. Þegar þau
komu af tur til London, f luttu þau
í skrautlega íbúð, sem þau höf ðu
látið útbúa fyrir sig, að mestu
leyti fyrir heimanmund Con-
stance. Borðstofan var hvítmál-
uð, og arininn, gólfábreiðan og
húsgögnin voru líka hvít. Skrif-
stofa Oscars var í austuiienzk-
um stíl, með austurlenzkum
hægindum, japönskum teikning-
um o. s. frv., og í bókaskápnum
voru skrautútgáfur dýrmætra
bóka. En hann vann ekki að rit-
verkum sínum í þessari íburð-
armiklu stofu, heldur í litlu her-
bergi á neðstu hæð. Skrifborð
hans hafði verið í eigu Carlyles,
og hann var þeirrar trúar, að
það hefði örvandi áhrif á skáld-
gáfu sína.
Constanee var eftirlátssöm
eiginkona og laut boði og banni
eiginmanns síns í öllu. Hún
klæddist jafnvel alls konar gam-
aldags búningum, til þess að
geta orðið við óskum hans í því
efni. En Wilde fór smám sam-
an að þykja nóg um ást hennar,
og ummæli hans um hjónaband-
ið almennt urðu æ beizkari, eins
og sézt af eftirfarandi dæmum:
„Hinn rétti grundvöllur hjóna-
bandsins er gagnkvæmur mis-
skilningur."
„Maður ætti alltaf að vera
ástfanginn — þess vegna ætti
maður aldrei að giftazt."
„Maður getur verið hamingju-
samur með konu, á meðan mað-
ur elskar hana ekki.“
„Þegar maður er ástfanginn,
byrjar maður á því að blekkja
sjálfan sig, en endar alltaf með
því að blekkja aðra. Það er
þetta, sem er kallað rómantísk
ást.“
„Þegar maður hefur einu
sinni elskað konu, vill hann gera
henni allt til geðs, nema að
halda áfram að elska hana.“