Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 85
Við köllura það bíladellu. En
Ameríkumenn eru hátíðlegri:
þeir kalla það —
Bílaóst.
Grein úr „Harper’s Magazine",
eftir Berg-en Evans.
OKYLDI nokkur þjóð hafa
^ leikið jafnherfilega á sjálfa
sig og við Bandaríkjamenn í
sambandi við bílinn? Á 40 ár-
um hefur þessi uppvakningur
orðið að húsbónda okkar. Fyrir
tveim kynslóðum var hann leik-
fang auðmanna. Nú er hann
ómissandi nauðsyn hins fátæka,
og ekkert, sem fórnað er í hans
þágu, er eftir talið.
Amerískur borgari lætur sér
lynda að búa 1 leiguhjöllum,
íbúðarvögnum eða kofum;
borða svikinn mat og ganga í
gauðslitnum fötum — nöldrandi
að vísu, en sættir sig þó við það.
En ef taka ætti af honum bílinn
hans mundi hann missa alla
stjóm á sér.
Bíllinn er afbrýðisamur guð,
sem krefst mikilla fóma. Félag
bílaframleiðenda áætlaði að
1940, síðasta normalárið sem
tölur eru til um, hafi Banda-
ríkjamenn ferðast 450 miljarða,
farþegakílómetra í bílum! Ef
hver km hefur tekið eina og
hálfa mínútu úr mannsæfi, hafa
meira en miljón mannlífsár
farið í þessa hít á einu ári.
Því mun auðvitað verða við-
borið, að þetta hafi sparað
tíma. En það er rangt. Þeir
sem reyna að verja bílinn ættu
heldur að leggja áherzlu á þæg-
indin sem fylgja notkun hans.
Það er hægt að hlaða hann vör-
um á einum stað og fara með
þær beint á áfangastað án þess
að þurfa að bisa við að flytja
þær á milli farartækja. Ef ekki
verður árekstur við annan bíl
eða verði laganna, ekki spring-
ur, benzíngeymirinn tæmist
ekki á miðri leið eða ekki hefur
frosið á vatnskassanum, muntu
komast á áfangastaðinn óskadd-
aður á sál og líkama. Auk þess
er bíllinn ágæt ráptuðra. Og
hann er bezta regnhlíf, sem
nokkurn tíma hefur verið fund-
in upp.
En það er ekki tímasparnað-