Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 101
OSCAR WILDE
99
Fyrsta barn þeirra, Cyril,
f æddist árið 1885, og annar son-
ur, Vyvyan, árið eftir. Constance
var nú bundin við heimilið, og
Oscar fór að leggja leið sína í
samkvæmissalina án hennar. En
veizlurnar og samkvæmin voru
dýr, og það kom fljótt í ljós, að
Oscar varð að fara að vinna
fyrir heimilinu.
Vorið 1885 varð hann ritdóm-
ari við ,,The Pall Mall Gazette“,
og var dálítil hjálp í því, en þó
lifðu þau aðallega á eignum
Constance. Tveim árum síðar
varð hann ritstjóri mánaðarrits-
ins „The Lady’s World“, og rit-
aði hann bókmenntagreinar í
það rit til ársins 1889.
Hann hóf ritstjórnarstarfið af
miklum áhuga, en ekki leið á
löngu, áður en áhuginn tók að
dvína. Honum var meinilla við
stundvísi, starfið varð að seig-
drepandi þrældómi og ekki bætti
það úr skák, að reykingar voru
bannaðar í ritstjórnarskrifstof-
unni. Hann kom æ seinna í skrif-
stofuna á morgnana, og að lok-
um lét hann sér nægja að líta
sem snöggvast inn. Síðasta árið,
sem hann var ritstjóri, var hann
spurður, hve oft hann kæmi í
skrifstofuna.
„Ég var vanur að fara þang-
að þrisvar í viku og vera þar
klukkustund á dag, en nú hefi
ég sleppt einum deginum," svar-
aði hann.
Þegar tillit er tekið til þess,
að Oscar Wilde var latur að
eðlisfari og samkvæmismaður
með afbrigðum, gegnir það
furðu, hve miklu hann gat af-
kastað á f jórum árum, frá 1887
—1890. Hann gagnrýndi bækur,
var ritstjóri tímarits, samdi
eitt smásagnasafn, tvær ævin-
týrabækur, eina langa skáld-
sögu og sex langar ritgerðir.
Rit hans úðu og grúðu af
hnyttiyrðum og spakmælum,
svipuðum þeim, sem einkenndu
tal hans. Hann gat sagt það í
einni setningu, sem aðrir hefðu
þurft heila ritgjörð til að lýsa,
Hér eru nokkur dæmi:
„Menn geta trúað því sem er
ómögulegt, en aldrei því sem er
ósennilegt.“
„Fólkið er dásamlega um-
burðarlynt; það fyrirgefur allt,
nema snilligáfuna."
„Við lifum á þeim tímum,
þegar aðeins er tekið mark á
þeim leiðinlegu. Ég þjáist stöð-
ugt af ótta við það, að verða
ekki misskilinn."
„Enginn nema uppboðshald-