Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 71
andi.
Daglegt líf á Irl
Tvær kunnar, Irskar skáldkonur,
Elizabeth Bowen og Kate O’Brien,
hafa skrifað greinar í tímaritið
Points of Contact um Ira og irsk mál-
efni. Grein Elizabeth Bowen er um
efnahag-s- og sjálfstæðismál lands-
ins, en Kate O’Brien lýsir lífi og kjör-
um írsks landbúnaðarverkamanns.
Sem frændrækin þjóð eigum við Is-
lendingar að láta okkur nokkuð
skipta líf og kjör þessarar frænd-
þjóðar, og er Úrvali ljúft að stuðla
að því, að svo megi verða. Fyrst kem-
ur grein ELIZABETH BOWEN:
Irland — hin 26 fylki, sem
mynda Eire — þjáist enn af inn-
rásaróttanum. Ef þér bregðið
yður inn í vínstofu í Dublin og
gefið yður á tal við einhvern
gestanna, skýrir hann yður fyrst
frá því, hve oft landið hafi ver-
ið hertekið af vopnuðum óvina-
her, og síðan segir hann: „Nú
koma þeir og taka eignir okkar,
vopnaðir tékkheftum.“
Eg vona, að máiið komist
aldrei á svo alvarlegan rekspöl,
en víst er um það, að orrustan
milli gamalla, þjóðlegra verð-
mæta og hinna innfluttu nýjunga
verður hörð. Irsku bændurnir
hafa aldrei rasað um ráð fram.
Veðurfarið hefur gert þá for-
lagatrúar og kaþólskan hefur
skapað þeim trú á leyndardóma.
Það er eins og tíminn hafi num-
ið staðar í þessu landi. Strax
þegar ferðamaðurinn hefur stig-
ið fæti á írska grund, eftir ferð-
ina frá Englandi — og hún tek-
ur stuttan tíma — er eins og
hann verði altekinn af einhverri
ókennilegri hrifningartilfinn-
ingu.
Fram til þessa hefur lífsaf-
koma Ira verið bágborin. (Les-
ið það, sem Kate O’Brien segir
um vikukaup landbúnaðarverka-
mannsins Mick Macks). Og á-
standið er litlu betra í borgun-
um. Opinberir starfsmenn búa
að vísu við sæmileg kjör, en þeir
mega þó ekkert missa. Kennara-
stéttin hefur krafizt hærri launa
— og af góðri og gildri ástæðu.
Það er nóg f jármagn til í land-
inu, en það er vel geymt hjá
millistéttimii — stórbændunum,
kaupmannastétt borganna og