Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
veruleika. Ekki hefur enn tekizt
að búa til eggjahvítuefni. Það
er fyrsta skilyrðið til þess að
hitt megi takast."
Þessu skilyrði hefur nú ver-
ið fullnægt. I blaði ameríska
efnafræðifélagsins er skýrt frá
því, að hinn ungi, efnilegi efna-
fræðingur við Harvardháskóla,
dr. Robert B. Woodward og fé-
lagi hans dr. C. II. Schramm, hafi
búið til eggjahvítuefnissameind,
sem hafi alla eiginleika hárs.
Þessi stóra, flókna sameind tel-
ur meira en miljón frumeindir.
Eggjahvítuefnin eru megin-
uppistaða alls lifandi efnis, rétt
neðan við markalínu lífs og
dauða, ef svo mætti segja.
Hvað eiga vísindamennirnir
við, þegar þeir eru að tala um
að skapa líf?
Ekki það, að þeir ætli sér að
búa til fullskapaðan mann eða
konu og jafnvel ekki dýr. Mark-
mið þeirra er að skapa lifandi
frumu, sem síðan getur vaxið
á sama hátt og náttúrlegar
frumur.
Hvaða þýðingu mun það hafa
fyrir mannkynið, þegar þessi
síðasti hlekkur hefur verið
steyptur? Það mun fá okk-
ur í hendur betri vopn í barátt-
unni við sjúkdómana. Það mun
valda gjörbyltingu í læknavís-
indunum. Við vitum t. d. að
krabbameinsfrumur eru líkams-
frumur, sem tekið hafa upp á
því að vaxa óeðlilega og mynda
æxli. Þegar við höfum lært að
skapa frumur, breyta lögun
þeirra, munum við komast að
því, hvað er að ske í krabba-
meinsfrumunum. Við munum
finna ráð til að stöðva ofvöxt
þeirra og stöðva þannig krabba-
meinið.
Ágræðsla (plastic surgery) er
einn þáttur læknavísindanna,
sem einnig mun njóta góðs af
þessu. Ekki er þess að vænta að
takast muni að búa til útlimi, að
minnsta kosti ekki fyrst í stað,
en minniháttar viðbætur ætti að
vera hægt að gera. Sem stend-
ur er ágræðsla framkvæmd
þannig, að stykki er tekið ein-
hvers staðar úr holdi eða skinni
og grætt á annars staðar. Þetta
er seinleg, nostursleg og oft
kvalafull aðgerð. I framtíðinni
munu skurðlæknar nota tilbúna,
lifandi vefi til þess að bæta sár
af völdum slysa.
Önnur afbrigði af lifandi vef j-
um munu verða notuð til að
græða húð á spillt andlit, til að
setja í staðinn fyrir skemmda