Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 4
2
URVAL
sveitirnar. Heiðingjarnir voru á
eftir tímanum, bjuggu í af-
skekktum héruðum og höfðu
enn ekki skipt um sið. Þeir
lifðu enn í forkristni.
Þegar sagt er, að nútíma-
menn, sem hafa hvarflað frá
kristindómnum, séu ennþá heið-
ingjar, er gefið í skyn, að mað-
ur sem lifir eftir kristni sé hinn
sami og maðurinn í forkristni.
Það er líkt og að hugsa sér,
að kona, sem hefur misst mann-
inn, sé sams konar manneskja
og ógift stúlka; eða að gata, þar
sem húsin hafa verið jöfnuð við
jörðu, sé hið sama og völlurinn,
þar sem engin hús hafa enn
verið reist. Strætið, sem hefur
verið jafnað við jörðu, og
óbyggður völlur eru að einu
leyti lík: hvorugt getur veitt
þér skjól, ef rignir. En þetta
tvennt er ólíkt að öllu öðru leyti.
Múrsteinsbrot, ryk, brotnar
fiöskur, gömul rúmstæði og
flækingskettir, er mjög ólíkt
grasi, blóðbergi, smára, fíflum
og lævirkjum syngjandi í loft-
inu.
Reglulegir heiðingjar voru
ólíkir mönnum eftir kristni í
því, sem nú skal greina. I fyrsta
lagi voru þeir trúaðir. Frá
kristnu sjónarmiði voru þeir
reyndar allt of trúaðir. Þeir
voru lotningarfullir. Jörðin var
þeim heilög, vötn og skógar lif-
andi. Jarðrækt þeirra byggðist
á helgisiðum jafnt sem tækni.
Og í öðru lagi trúðu þeir á það,
sem við nefnum nú ,,hlutlægt“
réttlæti og ranglæti. Það er að
segja, þeir héldu að mismunur-
inn á góðum og illum verkum
væri til, óháð mannlegum skoð-
unum, svipað og margföldunar-
taflan, sem maðurinn hafði ekki
fundið upp, en þó komizt að raun
um að væri sönn, og um þetta
gilti hið sama og margföldunar-
töfluna, að betra var að gefa
gaum að því. Guðirnir mundu
refsa þeim, ef þeir gerðu það
ekki.
Vissulega var listi þeirra yfir
„réttar“ og „rangar“ athafnir
fremur ruglingslegur, á kristinn
mælikvarða. Þeir töldu (og þar
eru kristnir menn þeim sam-
mála), að guðirnir mundu refsa
hverjum þeim, sem sigaði hund-
um á betlara, sem bæri að dyr-
um hans, eða þeim, sem berði
föður sinn; en þeir töldu einnig,
að guðirnir mundu refsa þeim
fyrir að snúa sér í ranga átt,
þegar þeir byrjuðu að plægja.
En þó að ýmsar f jarstæðarsynd-
ir og skyldur væru í siðakerfi