Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 32
Þekktasti vísindamaöur heimsins
segir, að það, sem mannkynirm
ríði mest á nú, sé —
Ný heimsskoðun.
Grein úr „New York Times Magazine“,
eftir prófessor Albert Einstein.
T grein, sem ég skrifaði nýlega,
fullyrti ég, að „mennimir
verða að læra að hugsa á nýj-
an hátt, ef þeir vilja halda á-
fram að vera til og komast á
hærra þroskastig". Margir hafa
beðið mig að skýra þessi orð mín
nánar.
Það skeður oft á þróunarferli
lífsins, að einhver tegund verð-
ur að laga sig eftir nýjum að-
stæðum, til þess að geta lifað
áfram. Nú hefur kjarnorku-
sprengjan gjörbreytt heims-
mynd okkar, og mannkynið
verður að samræma hugsunar-
hátt sinn þessum nýju aðstæð-
um.
1 Ijósi hinnar nýju þekkingar
er alheimsvald eða alheimsríki
ekki aðeins œskilegt í nafni
bræðralagsins, heldur einnig
nauðsyrilegt til þess að við get-
um haldið áfram að lifa. Hing-
að til hafa þjóðirnar að vissu
marki getað varðveitt líf sitt
og menningu með því að vígbú-
ast í samkeppni hver við aðra.
Héðan í frá verðum við að leggja
niður þessa samkeppni og
tryggja í staðinn samvinnu milli
þjóðanna. Þetta verður að vera
kjarninn í öllum hugleiðingum
okkar um alþjóða stjórnmál, að
öðrum kosti bíður oltkar tor-
tíming. Hingað til hafa hugleið-
ingar og stjórnarstefna ekki
komið í veg fyrir styrjaldir.
Hugsanir manna í framtíðinni
veröa að koma í veg fyrir stríð.
Kjarnorkusprengjan og aðrar
uppfinningar hafa gjörbreytt
styrjöldum. Aldrei fyrr í sögu
mannkynsins hefur þjóð getað
farið í stríð án þess að senda
her yfir landamærin. Nú er eng-
in sú stórborg á jörðinni, sem
ekki er hægt að leggja í eyði með
einni kjarnorku- og rakettu-
sprengjuárás.
Ameríka mun enn um sinn
hafa yfirburði að því er snert-