Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 31
AÐ BÚA TIL ANDLITSGRlMU
29
hvernig blandan hefur verið.
Fyrst og fremst verðurðu að
gæta þess, þegar þú talar við
fyrirmyndina að spyrja hana
ekki spurninga eða segja eitt-
hvað, sem henni finnst hún
þurfa að svara. Ekki máttu
heldur kitla hláturvöðva hennar
á neinn hátt. Fráleitt er að
margir séu inni á meðan, slíkt
getur alltof auðveldlega vakið
hlátur. En þú mátt heldur ekki
þegja, því að þá getur fyrir-
myndin haldið, að þú sért far-
inn. Gott getur verið að hafa
útvarp í gangi eða lesa upphátt,
en hvorugt efnið má þá vera
hlægilegt.
Þegar þú heldur að gipsið sé
farið að þorna, þá skaltu drepa
létt á það með einum fingri til
að vita hvað því líður. En láttu
ekki freistast til að taka mótiðaf
áður en það er orðið vel hart.
Þegar þú álítur að það sé orðið
nógu hart, þá tekurðu fyrst
stráin úr nösum og lempar
grímuna síðan varlega af.
Þegar gríman hefur fengið
nægan tíma til að harðna vel í
gegn (einn sólahring), þá skaltu
bera vaselín innan í hana, búa
til nýja gipsblöndu (helmingi
minna en áður). Því næst hell-
irðu leðjunni í grímuna unz hún
er alveg full. Ef þú ætlar að
hengja andlitsmyndina upp á
vegg, þá skaltu stinga vírkrók
ofan í leðjuna og láta hann
festast í þegar gipsið harðnar.
Láttu mótið standa í einn sólar-
hring og taktu það svo úr með
því að slá léttilega á bakið á
því.
Nú er gríman tilbúin. Ef þér
líkar ekki litarhátturinn á
henni, þá geturðu málað hana
með olíulitum eða vatnslitum.
Ef þú notar vatnsliti, þá verð-
urðu fyrst að bera á andlitið
shellac; þegar það er orðið
þurrt, má lita með vatnslitum,
og bera síðan aftur á það
shellac.
Það er tízka að safna hinu
og þessu. Hví skyldi ekki mega
safna andlitsgrímum eins og
t. d. frímerkjum, hnöppum eða
einhverju öðru?
cc ★ CNO