Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 33
NÝ HEIMSSKOÐUN
31
ir vopn. En eitt er víst: ekkert
hemaðarleyndarmál er varan-
legt. Það sem náttúran opinber-
ar einum hópi vísindamanna,
mun hún síðar segja öðrum, sem
knýja á af nægum áhuga og þol-
inmæði. Þessir stundaryfirburð-
ir okkar leggja á okkur þunga
ábyrgð. Við verðum að hafa for-
ustu í baráttu mannkynsins við
þá hættu, sem það lifir nú í.
Ameríkumenn, sem eru vel
gefin þjóð, eiga bágt með að
venjast þeirri hugsun, að ekki
sé hægt að koma við vörnum
gegn kjarnorkusprengjum. En
vísindin gefa okkur ekki
minnstu von um tryggar varn-
ir. Herfræðingamir ríghalda sér
í hinn gamla hugsunarhátt. Ein
•af deildum hermálaráðuneytis
Bandaríkjanna hefur hugleitt
þann möguleika, að þjóðin grafi
sig í jörðu, og að byggðar yrðu
hergagnaverksmiðjur í Mam-
múthellinum*, ef til styrjaldar
kæmi. Aðrir leggja til að byggð-
* Mammúthellirinn er stærsti hell-
irinn af mörgum í kalksteinsfjöllun-
um í Kentucky, og sennilega stærsti
hellir í heimi. Hann er við Green Biv-
er (Græná) og er fimm „hæðir", og
nær sú neðsta 105 metra niður í jörð-
ina. Hellirinn er marggreinóttir gang-
ar, samtals um 340 km. langir. I hon-
inni verði dreift þannig, að borg-
irnar yrðu byggðar í lengjum.
með allmiklu bili á milli lengj-
anna.
Hugsandi menn neita að
fylgja þeim mönnum, sem
bjarga vilja menningunni með
því að láta menn búa í borgar-
lengjum eða hellum. Ekki er
heklur neitt öryggi í því að stað-
setja hundruð þúsundir manna
við strendur landsins, til þess
að fínkemba himininn með rad-
ar. Radar getur ekki varið okk-
ur gegn V-2 sprengjunum, og
jafnvel þótt hægt yrði að útbúa
,,varnarkerfi“ eftir margra ára
tilraunir og rannsóknir, yrði það
aldrei fulikomið.
Ef ein fljúgandi kjarnorku-
sprengja félli á Minneapolis,
mundi borgin verða næstum ó-
þekkjanleg frá Nagasaki. Byssu-
kúlur drepa menn; kjarnorku-
sprengjur drepa borgir. Skrið-
dreki er vöm gegn byssukúlu,
en vísindin þekkja enga vörn
um eru fljót, fossar og vötn, sum
jafnvel skipg-eng:, og viða eru undur-
fagrar dropasteinsmyndanir úr kalkí.
Hitinn er 13 stig árið um kring. Dýra-
líf í hellinum er sérkennilegt, t. d.
blind og vængjalaus skordýr. Veiði-
maður fann hellinn árið 1809. — Þýff.