Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 15
Eru vísindin með tilraunum sínum
komin að þröskuldi lifsins?
Hafa vísindin fundið „andardrátt lífsins"?
Grein úr „Magazine Digest“,
eftir Maurice Hecht.
TTVAÐ er líf? Þetta er spurn-
ing, sem vísindamenn á öll-
um tímum hefur dreymt um að
geta svarað, og nú má með mikl-
um líkum segja, að svarið sé
ekki langt undan. Flestum minni
háttar spurningum umhverfis
þennan mikla leyndardóm hef-
ur verið svarað, og vísindamenn
eru nú vongóðir um að geta
skapað líf áður en langt um
líður.
Áður en við fullyrðum að
þessi spádómur sé fjarstæða,
skulum við minnast þess, að á
undanförnum 100 árum hafa vís-
indin neytt náttúruna til að láta
uppi leyndardóma sína hvern af
öðrum. Úrtölumennirnir hafa
ekki fundið neina hindrun, sem
vísindin hafa ekki getað yfir-
stigið. Athugum gang málanna:
Árið 1827 sagði hinn kunni,
brezki efnafræðingur William
Henry: „Það er ósennilegt,
að okkur muni nokkurn tíma
takast að líkja eftir náttúr-
unni í þessum efnum.“ Ár-
ið eftir líkti þýzki efnafræðing-
urinn Friedrich Wohler eftir
náttúrunni, bjó til ,,urea“ (þvag-
efni), sem er efni er myndast
í nýrunum. Síðan hafa hundruð
lífrænna efnasambanda verið
búin til í rannsóknarstofum vor-
um.
Fyrri réttum tíu árum skrif-
aði prófessor Horatio Hackett
Newman í bók sína The Nature
of the World and of Man:
„Nokkrir af færustu líffræðing-
ingum okkar hafa spáð því, að
mönnunum muni einhvern tíma
takast að búa til# lifandi efni.
Enn sem komið er, hefur ekkert
verið gert, sem neitt nálgast
það að gera þennan spádóm að
* ,,Að búa til“ og- ,,tilbúinn“ er
í þessari grein notað sem þýðing á
erlendu orðunum „synthesize" og
„synthetic", sem á máli efnafræð-
innar þýðir að búa til efni eða efna-
sambönd úr frumefnum þeirra eða
einfaldari efnasamböndum. — Þýð.