Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 115
OSCAR WILDE
113
og bömum, en annars var öll-
um sama um hann, og flestir
kunningjar hans óttuðust hann.
Queensberry byrjaði á því að
segja Douglas, að Wilde væri
ekki heppilegur félagi fyrir
hann og að þeir yrðu að slíta
kunningsskapnum. Þar sem
Douglas var orðinn myndugur
og faðir hans hafi ekki skipt
sér neitt af honum til þessa,
neitaði hann kurteislega, en
ákveðið að fara að ráðum hans,
enda kom honum ekki til hugar,
að láta neinn velja sér vini.
Faðirinn kallaði hann fyrst
kjána og krakka, en hótaði síð-
an að draga af honum f járstyrk
þann, sem hann hafði notið.
Þetta hleypti illu blóði í soninn,
hann þverneitaði að fara að
ráðum föðurins og kvað sig
engu skipta, þótt fjárstyrkur-
inn væri tekinn af sér; hann
myndi fara sínu fram. En þótt
Douglas hætti að fá styrkinn
frá föður sínum, héldu bréfa-
skriftir þeirra áfram og voru
það svæsnustu skammabréf,
sem þeim fór á milli, full af á-
sökunum og svívirðingum, eink-
um af hálfu föðurins.
Queensberry æddi um London
þvera og endilanga og hótaði að
hefna sín á Wilde. Hann bar á
hann óhróður og hét því, að
hann skyldi skjóta hann, berja,
svívirða og eyðileggja, eða ná
sér niðri á honum á einhvem
hátt. Að lokum, þegar hann
hafði hamast svona í heilt ár,
lét hann til skarar skríða. Hann
fór heim til Wildes og hafði í
fylgd með sér kunnan hnefa-
leikara. Þjónn Wildes vísaði
gestunum inni í bókaherbergið.
Þjónninn titraði af hræðslu,
þegar hann stóð augliti til aug-
litis við hnefaleikakappann og
förunaut hans. Wilde reis úr
sæti sínu og tók á móti gestun-
um. Hann var ekki smeykari
við Queensberry en tamda kan-
ínu.
„Setjist niður,“ hvæsti mark-
greifinn.
,,Ég leyfi engum að ávarpa
mig þannig í mínu eigin húsi eða
annarsstaðar,“ svaraði Wilde
rólega. ,,Ég býst við að þér séuð
kominn til að beiðast afsökunar
á því, sem þér sögðuð um konu
mína og mig í bréfi til sonar
yðar. Ég get stefnt yður, hve-
nær sem er fyrir að skrifa slíkt
bréf“ (Queensberry hafði skrif-
að Douglas, að hann hefði
heyrt að frú Wilde væri að
sækja um skilnað, vegna kyn-
villu Wildes).