Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 43
SOKG OG HTJGGUN
41
fá tækifæri til að svala ástar-
þörf sinni á einhvern hátt. Ekki
er samt ráðlegt fyrir hana að
taka sér fósturbarn strax. Það
gæti orðið til þess að henni fynd-
ist að með því væri hún bami
sínu ótrú, og léti fósturbamið
gjalda þess óafvitandi. Hyggi-
legast er að móðirin leiti fyrst
ástúð sinni verkefnis á víðara
sviði, t. d. í umhyggju fyrir þurf-
andi bamahóp á barnaheimili
eða einhvers staðar annars
staðar. Síðar, þegar sárasti
söknuðurinn er horfinn, á hún
að taka fósturbarn eða eignast
barn sjálf og láta því í té ást
sína og umhyggju.
Við ástvinamissi verðum við
ætíð að lokum að finna einhverja
manneskju, eina eða fleiri, sem
þarfnast ástúðlegrar umhyggju
okkar, og sú ástúð, sem við
þannig látum í té, mun að lokum
lækna hjartasár okkar.
Við verðum auðvitað að gera
okkur Ijóst, að þessi uppbót
kemur ekki sjálfkrafa og án
fyrirhafnar. Syrgjandinn verð-
ur óhjákvæmilega að lifa marg-
ar einmana stundir og tóma
daga. En þunglyndi, sem varir
árum saman, er oft á tíðum vis-
bending um, að syrgjandinn hafi
verið þiggjandinn í sambúð sinni
við hinn látna. Ef einhver held-
ur áfram að syrgja látinn ást-
vin án þess að gefa gaum að þvi
mannlífi sem hrærist í kringum.
hann eða verkefnum sem bíða
úrlausnar, opinberar hann ófull-
komleik ástar sinnar: hann sýn-
ir, að hann varð raunverulega
aldrei fullþroska, sjálfstæður
einstaklingur. Sannleikurinn er
sá, þó að erfitt sé stundum að
trúa því í fyrstu, að þegar sumt
fólk er í sorg eftir látinn ástvin,
er það raunverulega að syrgja
sjálft sig; sorg þess er sjálfs-
meðaumkun með hinu stefnu-
lausa lífi sjálfs þess.
Enginn skyldi gera sér upp
sorg, sem hann finnur ekki til,
t. d. þegar aldrað foreldri, sem
þjáðst hefur af ólæknandi sjúk-
dómi, fær lausn. Við megum
aldrei falsa tilfinningar okkar til
þess að vera í samræmi við ein-
hverja hefð.
Það er sízt óskaðlegra fyrir
börn en fullorðna að óviturlega
sé farið með sorgina. En slíkt
skeður oft. Maður deyr og lætur
eftir sig ekkju og ungt bam.
Þegar kemur að jarðarförinni er
bamið sent til einhvers ættingja,
og móðirin og allir ættingjarnir
vinna saman að því að leyna
bamið hinu sanna. Nafn föður-
6