Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 54
52
TJRVAL
til hótelsins og fengu herbergi
yfir nóttina. Maðurinn var mjög
vel búinn. Morguninn eftir
heyrðust þau vera að rífast, og
skömmu síðar ók maðurinn einn
á brott. Um kvöldið kom þessi
unga stúlka inn í veitingahúsið,
þar sem Henri sat og var að
lesa dagblaðið yfir ölglasi. Hún
settist hjá honum.
Henri keypti koníaksflösku,
og þau heyrðust vera að ræða
um að fara heim til hans.
Ókunna stúlkan sást aldrei
framar. Enginn sá hana fara inn
í hús Volpins, en kvenskór með
háum hæl fannst í svefnherbergi
hans. Kona hóteleigandans seg-
ir, að það sé skór stúlkunnar.
Viku seinna sást Volpin sitja
við hlið Molreux-stúlkunnar í
bíó. Nágranni Volpins kveðst
hafa heyrt kvenmannshlátur úr
íbúð hans þetta kvöld. Hún er
reiðubúin að sverja, að það hafi
verið hlátur Molreux-stúlkunn-
ar, en hún hefur ekki sézt síðan.
Smáhlutur úr eigu hennar á að
hafa fundizt í skrifborðsskúffu
skjólstæðings míns.
Næsta ákæruatriði er um
Louise Rhon, kennslukonu frá
Saint Vith. Skólastjórinn vottar,
að hún hafi sagt upp stöðu sinni,
til þess að geta farið til Villeroi
og gifst manni þar, Volpin að
nafni. Ökumaðurinn kveðst hafa
ekið ungfrú Rhon að húsdyrum
ákærða og skilið hana þar eftir.
Fundizt hefur brúnn kvenskór í
kjallara Volpins og hefur systir
ungfrú Rhon vottað, að það sé
skór kennslukonunnar.
Það hefur einnig verið skýrt
frá hvarfi níu annarra stúlkna
og hefur hvarf þeirra borið til
undir líkum kringumstæðum.
Þetta er málið gegn Henri
Volpin. Minnist þess, að það
liggur ekki dauðahegning við
því að safna skóm. Samkvæmt
lögunum megið þér ekki dæma
Volpin til dauða, nema þér séuð
sannfærðir — án nokJcurs efa —
að hann hafi framið morðin!“
Hann þagnaði og leit á kvið-
dómendurna. „Ég veit, að þér
efist“ sagði hann, „enda þótt
yður sé það ekki ljóst sjálfum!“
Síðan hélt hann áfram:
„Hvað mynduð þér segja, ef
einhver af þessum stúlkum, sem
þér teljið dauðar, kæmi inn í
réttarsalinn? Mynduð þér vera
jafn vissir um, að hinar 11 væru
dauðar? Mynduð þér ekki vera í
neinum efa?“
Hann lyfti hendinni hægt og
benti á grænar dyr, sem voru á
bakhlið réttarsalsins. „Heiðruðu