Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 7
JÓLARÆÐA FYRIR HEIÐINGJA
5
annar, að til sé raunveruleg
New York, sem hann geti verið
í sönnu samræmi við. Ef enginn
hlutlægur mælikvarði er til, þá
verður val okkar milli hug-
myndakerfa smekksatriði og út
í bláinn. Styrjöld okkar fyrir
lýðræðishugsjónum gegn hug-
sjónum nazista hefur þá verið
óþarfi, því að hvorug stefnan
er hinni betri. Ekki getur held-
ur neitt í raun og veru breytzt til
hins betra eða verra. Ef ekkert
raunverulegt takmark er til, get-
ur maður hvorki nálgazt það né
fjarlægzt. I sannleika sagt er
engin ástæða til að gera nokk-
urn skapaðan hlut.
Mér virðist, grannar góðir,
sem okkur muni nauðugur einn
kostur að verða sannir heiðingj-
ar, þó að ekki sé nema til undir-
búnings því að verða kristnir
menn. Ég á ekki við það, að við
ættum að fara að skilja eftir
brauðmola undir tré yzt 1 garð-
inum sem fórn handa skógar-
dísinni. Ég á ekki við það, að
við ættum að dansa vínguðinum
til dýrðar á Hampstead heiði.
(Ef til vill yrðu þó frídagar okk-
ar betri en þeir eru nú, ef dá-
lítið meira væri af hátíðlegri eða
háleitri gleði og dálítið minn?.
um skemmtanir í „verzlunai
stíl“). Ég á jafnvel ekki við það
(þó að ég óski þess mjög), að
við náum aftur samkenndinni
við náttúruna, hinu trúarlega
viðhorfi gagnvart fjölskyldunni
og fegurðarþránni, sem hinir
betri heiðingjar voru gæddir.
Það, sem ég á við, er ef til vill
bezt skýrt með því, sem hér fer
á eftir.
Ef nútímasjónarmiðið eftir
kristni er rangt, — og með hverj-
um degi verður mér erfiðara að
hugsa mér það rétt, — þá er
til þrenns konar fólk í heiminum:
1) Þeir, sem eru veikir og vita
það ekki (menn, sem eru horfn-
ir frá kristni). 2) Þeir, sem eru
veikir, og vita það (heiðingjar).
3. Þeir, sem hafa fundið lækn-
ingu. Og ef þið byrjið í fyrsta
flokknum, þá verðið þið að ganga
í gegn um annan flokkinn til að
komast í þann þriðja. I vissum
skilning er nefnilega lækningin
allt og sumt, sem kristindómur-
inn bætir við heiðindóminn.
Hann staðfestir þá gömlu trú,
að í þessum heimi stöndum við
andspænis lifandi afli; staðfest-
ir, að til sé raunverulegt rétt-
læti, og að við höfum skellt skoll-
eyrum við því; staðfestir enn-
fremur, að tilveran sé fögur og
skelfileg. Kristindómurinn bæt-