Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 58
56
tTRVAL
barnastofur og böm. Eigi að
síður skarar býflugan fram úr,
einnig að þessu leyti. Borg maur-
anna er rúmgóð og fullnægj-
andi, en enga sérstaka leikni
virðist þurfa til að reisa hana.
Það verk gætu óbrotnir skurð-
grafarar hæglega innt af hendi.
Vaxborg býflugnanna, með
hinum tvöföldu, nákvæmu átt-
hyrndu klefum sínum, er eitt
af furðuverkum náttúrunnar og
imdrunarefnum stærðfræðinga.
Aðeins maðurinn, og það ekki
fyrr en nýlega, getur leyst af
hendi verk, sem útheimtir aðra
eins fádæma nákvæmni. Býflug-
urnar verða auk þess að fram-
leiða byggingarefnið. Maurun-
um nægir moldin, eins og hún
kemur fyrir.
Allar lifandi verur verða að
eignast afkvæmi og reyna að
færa út byggð sína. Það er sterk-
asta hvötin, sem náttúran hefur
veitt oss. Hjá öllum verum nema
býflugunni, er gengið að því
blint og frámunalega forsjálnis-
laust. Karl- og kvenmaurar
hef ja sig til flugs á vissum tím-
um, notandi vængi, sem þeir fá
að láni til bráðabirgða í þessum
ákveðna tilgangi, eiga mök sam-
an í loftinu og byggja síðan við-
hald kynstofnsins á því, að fá-
einir þungaðir kvenmaurar
stofni ný bú eða hverfi til hins
gamla. Býflugurnar hafa hafnað
hinum óvissu og tilviljunar-
kenndu aðferðum náttúrunnar.
Þær hafa sitt eigið fyrirkomu-
lag, velja hið nýja heimili sitt
fyrirfram og ganga frá því,
hverjir skuli eiga þar inni. Að
þessu leyti er býflugan á hærra
þroskastigi en keppinautur
hennar, maurinn, og vinnur því
á í samanburðinum.
í maurabúum má oft finna
margar drottningar, sem búa
saman í sátt og samlyndi. Bý-
drottningin sýnir aftur á móti
mannlegan breyskleika og hefir
óbeit hinnar konungbörnu á öll-
um keppinautum. Að jafnaði er
hún meinhægt skinn, en hitti
hún aðra með konunglegt blóð
í æðum, bítast þær eins og verstu
svarkar, unz önnur er úr sög-
unni. Sennilega ætlast þernurn-
ar til, að aðeins sé ein drottn-
ing, en hún verður að gegna
sinni skyldu og verpa tilhlýði-
legum fjölda eggja, þegar þess
er þörf, annars má hún búast
við hinu versta. Þar sem maur-
arnir hafa oft þó nokkrar
drottningar í sama búi, verða
þeir að jafnaði fleiri talsins. 1
býflugnabúi hlýtur að leika á