Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 77
Eitt af meginsjónarmiðum hins
sanna lýðræðis á að vera —
Réttlœti gagnvart hinum fáu.
Grein úr „Vár Tid“,
eftir Vilheim Moberg.
T blaðaskrifum um nýtt laga-
■ frumvarp, kom einn ötul-
asti málsvari fnimvarpsins
fram með eftirfarandi röksemd:
„Hin nýju lög munu verða til
mikils gagns fyrir allan þorra
fólks. Að vísu munu þau koma
hart niður á vissum hópi
manna, og frá sjónarmiði þeirra
munu þau ekki geta talizt rétt-
lát, en þessi hópur er svo lítill
— aðeins nokkur prósent af
íbúum landsins — að það er
engin ástæða að taka tillit til
hans.“
Þama var maður, sem kom
upp um sig, en honum hefur
sjálfsagt ekki verið það ljóst
sjálfum. Sennilega hefur hann
verið hreykinn af hinni ágætu
röksemd sinni. Og það skelfi-
Iega er, að hann er alls ekki
einn um þessa skoðun. Við
rekumst æ oftar á hana í dag-
legum umræðum, bæði um
•opinber málefni og einkamál.
Það er sorgleg staðreynd, en
samt sem áður staðreynd, að
menn eru farnir að líta á rétt-
lætið frá því sjónarmiðj hve
margir fylgja því.
Það eru samþykkt lög, sem
hafa það í för með sér, að miljón
manneskjur eru beittar rang-
indum. Það er svívirðilegur
verknaður, og réttlætistilfinn-
ing fólks rís þegar upp til and-
stöðu. Það eru samþykkt lög,
sem hafa það í för með sér, að
hundrað manns eða jafnvel tíu
manneskjur eru beittar rang-
læti. Það vekur enga gremju.
Það er engin ástæða til að taka
tillit til svo fárra.
Þetta er réttarfarslega rang-
ur hugsunarháttur, sem er far-
inn að láta mikið til sín taka í
lýðræðisríkjum vorra tíma. Og
hér verður síðasta vandamál
lýðræðisins á vegi okkar: Það er
réttlátt gagnvart f jöldanum —
en hvernig fer fyrir hinum fáu?
Mannkynssagan er í stórum