Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 45
Hvað veldur hinni gjörbreyttu afstöðu
Ameríkumanna til Japana?
Atökin um Japan.
Grein úr „Fremtiden",
eftir dr. jur. Helmuth Gottschalk.
A MERlKUMENN virðast hafa
skipt algerlega um skoðun á
Japönum. Áður voru þeir „gulir
apakettir", sem höfðu gott af
að fá á sig kjarnorkusprengj-
una, og þyrftu raunar meira af
svo góðu, en nú eru þeir allt í
einu orðnir — ekki hvað sízt
að áliti MacArthurs — sauð-
meinlausir og fyrirmyndar lýð-
ræðissinnar.
Ef þetta álit er rétt, verð-
skuldar kennari þeirra vissulega
jafnmikla virðingu og næmleiki
nemandans hlýtur að vekja að-
dáun. Hvað hinu síðara viðvík-
ur hafa Japanir alltaf verið
frægir — að ekki sé sagt al-
ræmdir — fyrir að vera fljót-
ir að átta sig á hvað er hag-
kvæmt fyrir þá á hverjum tíma
og haga sér í samræmi við það.
Og þessi eiginleiki hefur ekki
svikið þá á stund ósigursins.
Ameríkumenn hertóku lanaið og
yfirtóku stjórnina nálega fyrir-
hafnarlaust, og Japanar voru
ekki aðeins liprir heldur bein-
línis ákafir í að haga sér eftir
fyrirmælum hinna útlendu, hvítu
djöfla. Ekki bar neitt á skemmd-
arstarfsemi eða varúlfahreyf-
ingu. Sinnaskiptin voru of snögg
til þess að vera sannfærandi.
Það vekur jafnvel grun um, að
hér sé um kænskubragð að
ræða: því auðsveipnari sem við
erum, því fyrr losnum við
við hið erlenda setulið!
En Ameríkumenn eru ekki
trúgjarnari en fólk er flest.
Hernaðarleg stjórnarvöld eru
að vísu sjaldan svo gáfuð, að
óþægindum valdi, og amerísk
herstjórnarvöld eru þar engin
undantekning. Samt sem áður
væri það ósanngjarnt í garð hins
duglega hershöfðingja Mac-
Arthurs og foringjaliðs hans að
halda að þeir hafi ekki sínar
skoðanir á hinu snögga aftur-
hvarfi Japana til hugsjóna Lin-
colns og Washingtons. En þróun
málanna kemur þeim ákaflega
o*