Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 47
ÁTÖKIN UM JAPAN
45
skrif aði fréttaritari enska blaðs-
ins News Chronicle: „Meðlimir
fjórveldaráðsins vita sjálfir og
viðurkenna, að þeir eru orðnir
til athlægis“ fyrir áhrifaleysi
sitt. Japanar hafa fengið ame-
rísk bókasöfn, útvarpsdagskrár,
kvikmyndir, fréttaþjónustu,
amerískar hagfræðistofnanir,
ameríska verzlunarráðimauta,
amerískt löggæzlukerfi og ame-
rískt skólakerfi. Krónprinsinn,
sem enn hefur enskan kennara,
á að fá amerískan kennara."
Seinna kvörtuðu enskir frétta-
ritarar yfir því, að nafn Eng-
lands væri næstum gleymt í
Japan. Síðan stríðinu lauk hef-
ur enginn Japani getað fengið
keypt enskt blað eða bók, en
enginn hörgull er á amerísku les-
máli.
Og Ástralíumenn eru óánægð-
ir og áhyggjufullir út af þeirri
óverðskulduðu mildi, sem þeir
telja að Japönum sé sýnd. Þeir
óttast, að árásarlöngun þeirra
blossi upp að nýju. — Naumast
þarf að geta þess, að Rússar
eru allt annað en ánægðir með
stefnu MacArthurs.
En þessi óánægja og gagn-
rýni raskar ekki ró hins sigur-
sæla hershöfðingja, sem er van-
ur annarskonar mótspyrnu og
hefur auk þess stjórn sína að
bakhjalli. Hernámsstjórnin held-
ur ótrauð áfram að breyta hinu
japanska lénsskipulagi í ame-
rískt (dollara) lýðræði. Breyt-
ingin gekk mjög greiðlega. Með
þessum breytingum í lýðræðis-
átt var ekki ætlun Ameríku-
manna að leita samvinnu við
japanska verkamenn og smá-
bændur. Öll slík viðleitni hefur
verið bannfærð í Washington
síðan Roosevelt féll frá. Yfirlýst
ætlun Ameríkumanna er að
Japan verði mótvægi gegn
áhrifum Sovétríkjanna í Aust-
urlöndum. Ráðstafanir, sem
beint eða óbeint gætu stuðlað að
vexti sósíalismans eru ekki
á stefnuskrá Ameríkumanna.
Raunar er það ekki í samræmi
við venjur hernaðarlegra stjóm-
arvalda að leita samvinnu við
lágstéttir þjóðfélagsins, og eins
og í Grikklandi og ítalíu leituðu
herstjómarvöld Bandamanna í
Japan stuðnings til viðreisnar-
starfsins hjá hinum gömlu ráða-
mönnum og sérfræðingum. Þeir
reyndust líka óðfúsir til aðstoð-
ar, rétt eins og eftir umtali eða
æðri skipun, og öll umsköpunin
gekk eins og í sögu. Annað mál
er það, eins og áður segir, hve
mikil einlægni fylgir þessum