Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 51
ÁTÖKIN UM JAPAN
49
Mac Arthur, að Hatojama mynd-
aði stjóm, „því að hann hefði
alltaf stutt árásaraðgerðir Jap-
ana.“ Hin nýja stjórn, sem
mynduð var eftir kosningarnar
í vor, er undir forsæti kristna
jafnaðarmannsins Katayama, en
hægri flokkarnir ráða í þinginu.
Með þessu álítur MacArthur,
að hið lýðræðislega uppeldi Jap-
ana sé nógu langt á veg komið
til að óhætt sé að hefja friðar-
samninga. Englendingar og
Ástralíumenn hafa lengi óskað
eftir að samningar hæfust milli
hinna ellefu ríkja, sem áttu í
styrjöld við Japani, um framtíð
Japan. Rússar óskuðu, eins og
oft fyrr, samninga milli utan-
ríkisráðherra hinna fjögurra
stórvelda. Ameríkumenn, sem
ekki hafa neina löngun til að
endurtaka hið langvinna, árang-
urslausa þjark fjórveldaráð-
herranna, hafa hafnað tiilögu
Rússa, en fallist á óskir Eng-
lendinga. Friðarumleitanirnar
munu í náinni framtíð hefjast
milli hinna ellefu bandamanna-
ríkja og Japan.
Ástralía og Nýja Sjáland vilja
gjarnan eiga undirbúningsvið-
ræður um friðarsamningana við
hin samveldislöndin og England.
Hagsmunaandstæðna við hina
væntanlegu friðarsamninga mun
ekki aðeins gæta milli Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna; Eng-
lendingar, Ástralíumenn, Ný-
Sjálendingar og Kínverjar eru
heldur ekki sammála Ameríku-
mönnum. Bandaríkjunum ríður
á mestu, að koma í veg fyrir
„öreigaástand“ í Japan, svo að
þjóðin verði síður móttækileg
fyrir sýkil kommúnismans.
Aftur á móti eru Ástralíu-
menn og Ný-Sjálendingar og
auðvitað Kínverjar hræddari við
sterkt, kapítalistiskt Japan
heldur en þótt landið yrði fá-
tækt og síðar ef til vill sósíalist-
iskt. Það eru þau, sem liggja
næst Japan og ótti þeirra við
Japani er meiri og allt annars
eðlis en ótti Ameríkumanna. Það
er því fyrirsjáanlegt, að harður
reipdráttur muni verða um frið-
arskilmálana. Afstaða Frakka
til Ruhrhéraðsins er hliðstæð af-
stöðu nágrannaríkjanna til Jap-
an.
Talið er að tillögur Ameríku-
manna um friðarsamninga séu
eftirfarandi:
Engar stríðsskaöabætur (mjög
er vafasamt að hin löndin sam-
þykki það).
Afhending Kóreu, sem á að
verða sjálfstæð, þegar Rússar