Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 37
NÝ HEIMSSKOÐUN
35
á góðvild og traust og heiðar-
leik. Fyrsta sporið verður að
stíga í kjarnorkueftirlitsnefnd
SÞ. En ákvörðun Ameríku verð-
ur ekki tekin við samningaborð-
ið í SÞ. Stefna fulltrúa okkar í
New York, París eða Moskvu
mótast að síðustu af almenn-
ingsálitinu í landinu.
Þess vegna verðum við að
segja þjóðinni sannleikann
um kjarnorkusprengjuna. Þess
vegna hafa kjarnorkusérfræð-
ingarnir lagt til, að hafin
verði víðtæk upplýsingastarf-
semi meðal fólksins. Það er
auðveldara fyrir samninga-
mennina að vinna að öryggi
heimsins, þegar þeir vita, að
fjöldinn skilur erfiðleika þeirra.
Tillögur okkar verða þá annað
og meira en þurr og leiðinleg
skjöl, sem ganga frá stjórn til
stjórnar og deild til deildar. Þær
munu verða boðskapur til mann-
kynsins frá þjóð vitandi manna.
Það eru vísindin, sem skapað
hafa hættuna, en sjálft vanda-
málið er ekki þar, það er í hjört-
um og hugum mannanna. Það
er ekki hægt að kúga hjörtu
mannanna með vígvélum. Við
getum ekki breytt hugarfari
annarra manna með vígvélum,
heldur með því að breyta hugar-
fari sjálfra okkar og með því að
tala opinskátt og af einlægni.
Við verðum að sýna heiminum
það eðallyndi að veita honum
hlutdeild í þekkingu okkar á
náttúruöflunum, þegar við höf-
um fengið tryggingu fyrir því, að
sú þekking verði ekki misnotuð.
Við verðum að skilja, að við get-
um ekki lagt á ráðin um stríð og
frið samtímis.
Þegar við höfum öðlazt skiln-
ing í hugum okkar og hjörtum
— þá, en fyrr ekki, mun okkur
veitast kjarkur til að sigrast á
þeirri martröð, sem nú þjáir
heiminn.
k ★ k
Hagnýt sálarfræSi.
Frægur sálfræðíngur hafði lokið erindi sínu og var að svara
spumingum áheyrenda. Lítill, væskilslegur maður spurði: „Sögð-
uð þér, að góður pókerspilari væri fær um að takast á hendur
hvers konar framkvæmdastörf ? “
„Já,“ sagði sálfræðingurinn. „Vilduð þér spyrja einhvers í
sambandi við það?“
„Já,“ var svarið. „Hvað hefur góður pókerspilari að gera við
góða atvinnu?" — Washington Post.
5*