Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 121
OSCAR WILDE
119
Málafærslumaður Queens-
berrys hafði þegar sent yfir-
lýsingu vitnanna til hins opin-
bera ákæranda, og eftir að málið
hafði verið rætt við Asquith,
innanríkisráðherra, var ákveðið
að taka Wilde höndum. Sama
kvöldið, milli klukkan sjö og
átta, barði lögreglan að dyrum
á hótelherbergi hans.
„Eru þér hr. Wilde? Við er-
um lögreglumenn og höfum
skipun um að handtaka yður.“
,,Ó, einmitt það?“ Það var
eins og honum létti.
„Ég verð að biðja yður að
koma með okkur á lögreglustöð-
ina.“
Wilde stóð á fætur, dálítið
óstyrkur, fór í yfirfrakkann,
setti á sig hatt og hanzka, og fór
með þeim. Þeir óku til lögreglu-
stöðvarinnar. Þar voru ákær-
urnar lesnar yfir honum, og
síðan var hann settur í fanga-
klefa.
Hinn 19. apríl var mál þeirra
Wildes og Taylors tekið fyrir.
Taylor hafði verið handtekinn,
þegar eftir að Queensberry-
málið var niður fallið, íbúð
hans hafði verið rannsökuð og
fundust þar mörg skjöl sem
voru honum til áfellis. Honum
voru settir tveir kostir: annað
hvort yrði hann ákærður eða
hann vitnaði gegn Wilde. Hann
valdi fyrri kostinn. Hinum
vitnunum gegn Wilde voru
boðnir sömu kostir, en þau tóku
meinsærið fram yfir fangavist-
ina. Þannig vildi það til, að þeir
Wilde og Taylor voru ákærðir
fyrir að hafa gert með sér sam-
særi, og voru mál þeirra dóm-
tekin saman.
Wilde var neitað um að fá að
losna úr varðhaldinu gegn
tryggingu, en það hafði þær af-
leiðingar, að honum var gert
ókleift að afla sér sönnunar-
gagna og peninga, einmitt þeg-
ar honum var þetta hvort-
tveggja lífsnauðsynlegt. Lánar-
drottnar hans gerðu þegar krofu
í bú hans, eignirnar voru skrif-
aðar upp og uppboðið var hald-
ið 24. apríl. Flestar eignir hans
voru seldar fyrir gjafverð, en
sumt keyptu vinir hans og af-
hentu honum síðar. Þannig varð
maðurinn, sem fyrir nokkrum
vikum hafði haft mörg þúsund
sterlingspunda árstekjur, gjald-
þrota vegna skulda, sem námu
rúmlega þúsund pundum. Ef allt
hefði verið eðlilegt, hefðu eign-
ir Wildes átt að seljast fyrir um
þrefalda þá upphæð, sem hann
skuldaði, en skrif dagblaðanna