Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 92
90
TJTRVAL
var unun að hafa hana við bana-
beð sinn. Og ég er þess fullviss,
að framkoma hennar var hár-
rétt og að faðir minn kvaddi
þennan heim fullur þakklætis og
ástúðar í hennar garð.“
*
Þegar Oscar Wilde fór að
ganga í skóla, kom í ljós, að
hann var ólíkur öðrum drengj-
um. Hann hafði viðbjóð á íþrótt-
um og leikjum, var laus við
ævintýraþrá og liirti heldur ekki
um að safna ýmsum smámunum
eins og drengja er siður. Aftur
á móti var hann sílesandi, ákaf-
lega umhyggjusamur um klæðn-
að sinn, haf ði yndi af blómum og
náttúrufegurð, og var einrænn.
Hann var fremur illa liðinn með-
al skólabræðra sinna, af því að
hann iðkaði ekki íþróttir, en
einnig sökum þess, að hann var
meistari í uppnefningum og
sveið mörgum undan þeim.
Hann var latur við námið, og
þegar honum var veittur verð-
launapeningur úr gulli fyrir
grískukunnáttu, var það ekki
ástundunarsemi hans að þakka,
heldur hinu, að hann var svo
hrifinn af klassiskum bókmennt-
um, að hann kunni allt svo að
segja utan að, sem hann hafði
lesið af því tagi.
Minni hans var svo gott, að
hann hefði getað skarað fram
úr á hvaða sviði, sem var. En
hann var þannig gerður, að hann
tók ekki til starfa fyrr en nauð-
syn krafði, en þá var hann líka
mesta hamhleypa.
Árið 1876 fór Oscar Wilde til
Oxford, og þar dvaldi hann við
nám næstu f jögur ár og undi vel
hag sínum.
#
1 Oxford var Oscar eins og
hann átti að sér. Hann hafði
einhver beztu herbergi skólans
til umráða og útsýnið var und-
urfagurt. Húsgögnin voru snot-
ur og íburðarlaus, en tveir bláir
postulínsvasar stóðu á arinhill-
unni. Postulín var þá ekki kom-
ið í tízku og mörgum þótti
smekkur Oscars einkennilegur.
Útlit hans var dálítið sér-
kennilegt á þessum árum. Hann
hafði mikið, dökkjarpt hár, var
fölur í andliti og augun stór og
falleg, með síbreytilegum litblæ.
Menn, sem þekktu hann vel,
hafa lýst augum hans svo, að
þau hafi ýmist verið blá, græn-
gul, brún eða brúngullin. Hann
var ávallt í góðu skapi og lýsti
það sér í andlitssvip hans. Hann
var yfir sex fet á hæð og bar
sig vel.