Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 5
JÓLARÆÐA FYRIR HEIÐINGJA
3
þeirra, var þar þó að finna flest-
ar þær raunverulegu.
Og hér komum við að því
þriðja, sem skilur mjög á milli
heiðingja og manna eftir kristni.
Trúin á raunverulegt réttlæti og
ranglæti er fólgin í því að kom-
ast að raun um, að maður sé
ekki sérlega góður. Siðakerfi
heiðingjanna kann að hafa ver-
ið mjög ófullkomið að mörgu
leyti, en þó var það æðra en svo,
að heiðingjarnir gætu fylgt því.
Því var það, að heiðinginn lifði
í djúpri hryggð, þótt hann væri
yfirleitt glaðlyndari en nútíma-
maðurinn. Þegar hann spurði
sjálfan sig, hvað væri að heim-
inum, svaraði hann ekki sam-
stundis, , ,þjóðfélagsskipulagið"
eða „bandamenn okkar“, eða
„uppeldið". Honum datt í hug,
að sjálfur gæti hann verið ein
af meinsemdum heimsins. I-Iann
vissi, að hann hafði syndgað.
Og það óttalega var, að hann
héit, að guðirnir gerðu engan
mun á ásetningssynd og ósjálf-
ráðri synd. Maður gat komizt
á svartalistann af hreinni tilvilj-
un, og það var mjög erfitt að
fá nafn sitt máð út þar. Og úr-
ræði heiðingjans voru fremur
kjánaleg, þegar svo stóð á.
Trúarbrögð hans voru full
af kreddum (fórnfæringum,
hreinsunum o. s. frv.), sem tald-
ar voru afplána sektina. En.
þeim tókst það aldrei alveg til
fulls. Samvizkan var aldrei alveg
róleg. Sjónarmið manna eftir
kristni, sem nú er smám saman.
að koma í ljós, er allt öðru vísi
— það er þegar fullkomnað í
sumu fólki, en ennþá ófullkom-
ið í öðru. Samkvæmt þeirri skoð-
un er náttúran ekki lifandi eða
lotningarverð. Hún er eins kon-
ar vél, sem við eigum að nota.
Rétt og rangt eru ekki hlutlæg
hugtök. Sérhver kynþáttur eða
stétt getur búið til sín eigin lög
eða „hugmyndakerfi" eftir geð-
þótta. Og hvert, sem mein heims-
ins kann að vera, er það vissu-
lega ekki við, ekki hversdags-
fólkið. Það er skylda guðs (ef
svo skyldi reynast, að hann væri
til eftir allt saman), eða stjóm-
arinnar, eða uppeldisins, að gefa
okkur það, sem við þurfum.
Þetta er sölustaðurinn, við erum
viðskiptavinirnir. Og viðskipta-
vinurinn hefur alltaf á réttu að
standa.
Ef hún er nú rétt, þessi skoð-
un manna, sem horfnir eru frá
kristni, þá höfum við í sannleika
sagt vaknað upp af martröð, ótt-
anurn gamla, gömlu lotningunni,