Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 10
8
tTRVAL
Því næst andar hann djúpt og
snöggt að sér, blæs strax frá sér
aftur og rekur upp hátt óp um
leið. Hann hættir að anda í eina
mínútu eða meira og bláleitur
fölvi færist yfir andlit hans. Svo
byrjar hann smátt og smátt að
anda aftur og hörundsliturinn
verður eðlilegur.
Viðbragð sjúklingsins við raf-
lostinu eru eins og flogaveikis-
kast. Ákafur krampasamdrátt-
ur kemur í alla vöðva líkamans
og stendur hann yfir um tuit-
ugu sekúndur. Því næst taka
vöðvarnir að slakna og dragast
saman á víxl, alveg eins og í
flogaveikiskasti, og varir það
um það bil hálfa mínútu, en þá
færist ró yfir vöðvana aftur.
Línurit af heilabylgjum, sem
teknar hafa verið á þessu stigi
málsins, sýna, að heilastarfsem-
in er nálega engin, og þannig er
það unz sjúklingurinn fær aft-
ur meðvitund, eftir hálftíma eða
svo.
Oft kemur það fyrir, að sjúk-
lingurinn froðufellir, á meðan
hann er meðvitundarlaus. Eftir
klukkustund getur hann gengið,
en er þó enn ruglaður í koiiin-
um. Þessi truflun á hugsun get-
ttr varað í nokkrar klukku-
stundir eða jafnvel einn til tvo
daga, ef nokkur raflost hafa
verið gefin með stuttu millibili.
Spítalasjúklingar eru t. d.
stundum svo ruglaðir, eftir raf-
lostið, að þeir geta ekki sjálfir
ratað inn í sjúkrastofu sína, og
algengt er, að sjúklingar neiti
því eftir á, að þeir hafi fengið
raflost.
Ungur maður, sem gekk til
læknis og fékk raflost, vildi ekki
láta húsbónda sinn vita af því.
Hann var vanur að gefa hús-
bóndanum skýrslu um starf sitt
á hverjum fimmtudegi. Hann
fór í fyrsta skipti til læknisins
á fimmtudegi, eftir að hann
hafði gefið húsbóndanum
skýrslu. Daginn eftir fór hann
aftur inn í skrifstofu húsbónd-
ans, sem var undrandi yfir að
sjá hann svo fljótt; enn meiri
varð þó undrun hans, þegar
maðurinn gaf honum sömu
skýrsluna og hann hafði flutt
daginn áður.
Önnur skrítin áhrif raflosts
eru þau, að menn ruglast mjög
í stafsetningu, skrifa meira eft-
ir framburði en ritreglum. Al-
gengt er einnig, að konur, sem
tekið hafa ættarnöfn eigin-
manna sinna við giftingu, skrifi
f öðurnafn sitt í stað ættarnafns-
ins.