Úrval - 01.12.1947, Side 10

Úrval - 01.12.1947, Side 10
8 tTRVAL Því næst andar hann djúpt og snöggt að sér, blæs strax frá sér aftur og rekur upp hátt óp um leið. Hann hættir að anda í eina mínútu eða meira og bláleitur fölvi færist yfir andlit hans. Svo byrjar hann smátt og smátt að anda aftur og hörundsliturinn verður eðlilegur. Viðbragð sjúklingsins við raf- lostinu eru eins og flogaveikis- kast. Ákafur krampasamdrátt- ur kemur í alla vöðva líkamans og stendur hann yfir um tuit- ugu sekúndur. Því næst taka vöðvarnir að slakna og dragast saman á víxl, alveg eins og í flogaveikiskasti, og varir það um það bil hálfa mínútu, en þá færist ró yfir vöðvana aftur. Línurit af heilabylgjum, sem teknar hafa verið á þessu stigi málsins, sýna, að heilastarfsem- in er nálega engin, og þannig er það unz sjúklingurinn fær aft- ur meðvitund, eftir hálftíma eða svo. Oft kemur það fyrir, að sjúk- lingurinn froðufellir, á meðan hann er meðvitundarlaus. Eftir klukkustund getur hann gengið, en er þó enn ruglaður í koiiin- um. Þessi truflun á hugsun get- ttr varað í nokkrar klukku- stundir eða jafnvel einn til tvo daga, ef nokkur raflost hafa verið gefin með stuttu millibili. Spítalasjúklingar eru t. d. stundum svo ruglaðir, eftir raf- lostið, að þeir geta ekki sjálfir ratað inn í sjúkrastofu sína, og algengt er, að sjúklingar neiti því eftir á, að þeir hafi fengið raflost. Ungur maður, sem gekk til læknis og fékk raflost, vildi ekki láta húsbónda sinn vita af því. Hann var vanur að gefa hús- bóndanum skýrslu um starf sitt á hverjum fimmtudegi. Hann fór í fyrsta skipti til læknisins á fimmtudegi, eftir að hann hafði gefið húsbóndanum skýrslu. Daginn eftir fór hann aftur inn í skrifstofu húsbónd- ans, sem var undrandi yfir að sjá hann svo fljótt; enn meiri varð þó undrun hans, þegar maðurinn gaf honum sömu skýrsluna og hann hafði flutt daginn áður. Önnur skrítin áhrif raflosts eru þau, að menn ruglast mjög í stafsetningu, skrifa meira eft- ir framburði en ritreglum. Al- gengt er einnig, að konur, sem tekið hafa ættarnöfn eigin- manna sinna við giftingu, skrifi f öðurnafn sitt í stað ættarnafns- ins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.