Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 40
38
rmvAL
ingi tók drenginn í flokk sinn
og fékk honum það hlutverk að
smíða ýmislegt handa flokkn-
um. Brátt var hann öllum stund-
um í smíðaherbergi skátanna
og hætti öllum óknyttum.
Mér er kunnugt um, að á
vandræðaheimilum er handa-
vinna mikið notuð sem uppeld-
istæki. Kunnan dómara við
barnadómstól heyrði ég eitt
sinn segja á fundi með foreldr-
um: „Ef foreldrarnir aðeins
gerðu sér ljóst, að börnin verða
að hafa eitthvað uppbyggilegt
og skemmtilegt fyrir stafni
heima fyrir, og væru þeim eins
og félagar í starfinu, mundi
barnadómstóllinn ekki hafa
mikið að gera.“
En það er einnig hagnýtt
gagn að því að kenna börnun-
um að vinna í höndunum. Af
því hvernig eldri drengirnir
mínir hafa lært að lakka gólf,
leggja leiðslur, búa til smáhluti
og gera við hitt og þetta, veit
ég, að þeir mimu geta tekið til
hendi, þegar þeir eignast sjálf-
ir heimili.
Allt fé, tími og fyrirhöfn,
sem í þetta fer, fæst ríkulega
endurgoldið, þó að bamið læri
ekki nema það eitt, að án fyrir-
hyggju og vinnu fæst ekkert,
sem einhvers er virði.
★ ☆
Brazilíumenn og- Portúgalar.
Brazilíumenn eru ákafleg-a hreyknir af þvi að vera af portú-
gölskum uppruna, en samt hafa þeir gaman af að skopast að
móðurlandinu. Sérstaklega hafa þeir gaman af að segja eina
sögu um landvamir Portúgals.
Stjómarvöldin ákváðu að byggja ósigrandi varnarlínu á landa-
mærunum. Fallbyssur af stærstu gerð voru múraðar niður með
stuttu millibili. En þegar herráðið kom til að kanna vamarlín-
una, brá meðlimum þess heldur í brún. Allar fallbyssumar voru
í bezta lagi — en gallinn var aðeins sá, að þær sném allar kjöft-
unum í áttina til Portúgal. Og það var ekki hægt að snúa þeim
nema með því að brjóta niður steyptar undirstöðumar.
En að lokum fundu menn lausn á þessu mikla vandamáli, öllum
þeim, sem unnið höfðu að virkisgerðinni til mikils léttis. Ákveðið
var að bjóða Spánverjum víggirðinguna fyrir sanngjamt verð.
— Allt.