Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 117
OSCAR WILDE
115
spjaldið, sagði honum að af-
henda Wilde það og fór síðan á
brott. Svo beið hann milli von-
ar og ótta í tólf daga.
Á meðan þetta gerðist var
Wilde á ferðalagi uppi í sveit,
önnum kafinn við að sinna
heimboðum yfirstéttarfólksins
á sveitasetrum þess. Þegar
hann kom í Albemarleklúbbinn,
fékk dyravörðurinn honum um-
slag með nafnspjaldi Queens-
berrys. Wilde spurði, hvort
hann hefði lesið það, sem á
spjaldinu stóð, og kvaðst dyra-
vörðurinn hafa gert það, en
ekki getað skilið það. Hann full-
vissaði Wilde um það, að enginn
annar hefði séð spjaldið, því að
hann hefði strax sett það í um-
slag. Wilde hefði átt að taka
gsetni dyravarðarins sér til fyr-
irmyndar, og láta markgreifann
eiga sig. I stað þess sendi hann
Robert Ross, vini sínum, línu,
og bað hann að hitta sig klukk-
an hálf tólf um kvöldið. „Ég
sé ekki aðra leið en að stefna
honum,“ skrifaði hann, „hann
er að eyðileggja líf mitt. Ég veit
ekki, hvað gera skal.“ Árangur-
in af viðræðum þeirra Ross
var sá, að daginn eftir fóru þeir
á fund málafærslumanns Ross,
Charles Humphreys, en áður en
hann tæki málið að sér, vildi
hann vita, hvort fótur væri fyrir
óhróðrinum. Wilde fullvissaði
hann um, að svo væri ekki og
féllst Humphreys þá á, að ger-
ast málafærslumaður hans.
Markgreifanum var stefnt fyrir
rétt litlu síðar.
Strax og yfirheyrslunar hóf-
ust í lögregluréttinum fór
Humphreys á fund Sir Edward
Clarke, sem var nafntogaður
málafærslumaður, og bað hann
að sækja málið fyrir dómstóln-
um. Clarke var ábyggilegur og
sanngjarn maður, og þekktur
að því, að taka ekki að sér mál,
nema hann væri viss um sak-
leysi skjólstæðings síns. Ef
leitað hefði verið til hans 1 upp-
hafi, er lítill vafi á því, að hann
hefði ráðlagt Wilde að rífa nafn-
spjaldið og gleyma móðgun-
inni, því að honum var Ijóst,
að þó að Wilde ynni málið,
myndi virðing hans samt sem
áður bíða hnekki við það. En
úr því að rekstur málsins var
hafinn, þegar til hans var leit-
að, varð hann að láta sér
nægja að fullvissa sig um,
að Wilde væri saklaus. Hann
bað Kumphreys að koma með
Wilde á fund sinn, og þegar
þeir hittust, sagði hann: „Ég