Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 21
HAFA VlSINDIN FUNDIÐ ,,ANDARDRÁTT LÍFSINS"?
19
gilda ástæðu til að ætla, að „and-
ardráttur lífsins“ sé efnaástand
— og að þættirnir, sem ákveða
það form, sem lífið muni fá, séu
þegar fyrir hendi í blundandi
ástandi í tilraunaglasi efnafræð-
ingsins.
Við höfum þegar fikrað okk-
ur upp stigann til lífsins frá
frumeindimum og hinu dauða
efni til einfaldra efnasambanda.
Þaðan höfum við fikrað okkur
upp til flókinna, lífrænna efna-
sambanda, og loks hefur okkur
tekizt að líkja eftir náttúrunni
í því að búa til eggjahvítuefni.
Og nú erum við stödd á þrösk-
uldi lífsins, og vísindamennirnir
eru nokkurn veginn sannfærðir
um, að næsta velheppnaða efna-
niðurröðun þeirra muni lyfta
okkur yfir þröskuldinn og inn
um dyrnar til lífsins sjálfs.
Á meðan vísindamennirnir
eru að fylla upp í eyður þekk-
ingarinnar á tilbúnum efnasam-
böndum rétt neðan við þröskuld
lífsins, vinna aðrir að athugun-
um á lífinu sjálfu. Tímaritið
Science (Vísindi) skýrir frá því,
að nýjasta hjálpartækið við þær
athuganir séu hin geislamögn-
uðu efni, sem gera okkur fært
að sjá innri starfsemi lifandi líf-
færa. Von bráðar mun okkur
takast að fylla upp í eyður
þekkingarinnar, og fyrsta til-
búna — en þó lifandi — fruman
mun fæðast.
Þegar hefur verið minnst á,
hverja þýðingu sú uppgötvun
muni hafa fyrir læknavísindin.
Frá sjónarmiði tilraunavísind-
anna mun þýðing hennar á öðr-
um sviðum ekki verða minni.
Þegar við erum komin yfir
þröskuld lífsins á annað borð,
mun okkur fljótlega takast að
leysa þá miklu erfiðleika, sem
torvelda nú svo mjög allar
rannsóknir á sviði læknavísind-
anna.
Allt þetta er óðum að nálgast.
Það er ekki út í bláinn að spá
því, að miljónir manna af þeim,
sem nú lifa, muni sjá líf búið
til. Og sú stund kann að vera
miklu skemmra undan en nokk-
ur þorir að vona.
'k
Það er til tvennskonar kvenfólk: þær sem alltaf tala, og- þær
sem aldrei þegja. — Oscar Wilde.
3*