Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 41
33igum við aff bæla niöur sorg okkar,
effa eigum viff aff veita henni útrás?
Sorg og huggun.
Úr bókinni „Peace of Mind“,
eftir dr. Joshua Loth Liebman.
iryiRIJIN hefur á öllum öldum
-*■ reynt að f æra mönnum hugg-
un og kjark í návist dauðans. Hún
reynir að fá hug og hjarta til
auðsveipni og undirgefni. Mann-
inum er þessitrúarstyrkurnauð-
synlegur, en hann hefur líka
þörf fyrir tilfinningaafstöðu,
sem gerir honum fært að bera
ástvinamissi þannig að hann
vaxi við en bíði ekki tjón á sálu
sinni af honum.
Skoðanir manna um það, hver
sé heilbrigðust afstaða til sorg-
arinnar, hafa verið mjög á reiki.
Eiga menn að láta í ljós tilfinn-
ingar sínar eða eiga þeir að
bæla þær niður? Eiga menn að
tala um sorg sína eða eiga þeir
að leyna henni? Á að lofa sorg-
inni að vitja bamanna eða á að
vernda þau fyrir henni? Rétt
svör við þessum spurningum
eru nauðsynleg, því að óheppi-
leg afstaða til sorgarinnar er
tíðum orsök margra líkamlegra
og andlegra sjúkdóma.
Þegar heilbrigð manneskja
verður fyrir ástvinamissi eru
fyrstu áhrif hans hræðilegur
innri dofi, jafnvægið glatast og
lífslöngunin hverfur. Þessu geta
verið samfara líkamleg kvöl,
stöðug umhugsun um hinn látna
eða sár sektarvitund. Lífið er
sem eyðimörk. Sorg, einmana-
leiki og örvænting heltaka sál-
ina.
Nálega allir þeir, sem verða
fyrir þungum missi, ættu að bú-
ast við svona sálarástandi í
smærri eða ríkari mæli, í nokkr-
ar vikur eða jafnvel mánuði. Ef
menn gera sér ljóst, að þetta eru
tímabundin fyrirbrigði, ef syrgj-
andinn hefur vit á að taka því
eins og það er í stað þess að
reyna að bæla það niður, getur
það ef til vill orðið til að firra
hann veiklun síðar meir.
Rannsóknir dr. Erichs Linde-
mann á sjúklingum á Hinu al-
menna sjúkrahúsi Massachu-
settsríkis leiddu í ljós, að sumir