Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 67
NÝJUNGAR 1 VlSINDUM
65
þessum dulvituðu hræðslutil-
finningum.
Dr. Whitaker segir, að hann
sé æ betur að sannfærast um
það, að sjálfsagt sé að reyna
pelaaðferðina við alla geðveiki-
sjúklinga.
■— Science News Letter.
Minnsti mótor í heimi.
Nýr iðnaður, sem sennilega
mun valda gjörbyltingu í fram-
leiðslu lítilla rafmagnstækja,
hefur hafið göngu sína í lítilli
verksmiðju í Bolton í Lancashire
í Englandi, og kom fyrst fram á
sjónarsviðið á brezku iðnsýning-
unni í Birmingham í maí síðast-
liðnum.
Tveir bræður, Joseph og
James Eurich, sáu, að markað-
ur mundi vera fyrir pínulitla
rafmagnsmótora, miklu minni,
ódýrari og öflugri en þá sem til
eru, og Joseph ákvað að finna
upp slíkan mótor. Hann vann að
uppfinningunni í tvö ár, varpaði
fyrir borð öllum gömlum kenn-
ingum um það, hvernig mótor
eigi að vera, unz honum tókst
að búa til mótor, sem ekki líktist
neinum öðrum mótor.
Hann sá, að brýn þörf mundi
vera fyrir þennan mótor sinn á
mörgum sviðum: lækninga- og
tannlækningatæki gætu orðið
miklu minni og meðfærilegri,
húsmæður gætu fengið ódýrari
og handhægari rafknúin hennil-
istæki og karlmenn gætu fengið
betri rakvélar. Öll eiga þessi
tæki að ganga fyrir litlum vasa-
Ijósbattaríum. Hann vakti at-
hygli á uppfinningu sinni með
því að smíða Iitla vélbáta, járn-
brautarlestir og brúður, sem
gátu gengið, og vonbráðar gerði
stór leikfangaverksmiðja pönt-
un á hundruðum þúsunda mó-
tora, sem nota mætti í alls lion-
ar leikföng.
Svo mikil er eftirspurnin orð-
in eftir mótorunum, að bræðurn-
ir hafa ákveðið að byggja nýja
verksmiðju í Lancashire, þar
sem starfa munu 500 verka-
menn. Þeir hafa stofnað hluta-
félag, Rev Motors, með verk-
smiðjur í Bolton og Norwich, og
ætlun þeirra er að framleiða
fimm miljónir smámótora á ár-
inu 1948, en þá á framleiðslan
að vera komin í fullan gang.
Mótorarnir munu sennilega
koma í staðinn fyrir úrverk á
nálega öllum sviðum.
— Empire Digest.