Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 132
Gagnslaus fróðleikur.
Úr „The Strand,“
„ . . . Meginkostir „gag-nslauss“
fróðieiks eru ef til vill þeir, að
hann hvetur tii umhugsunar . . .“
— Bertrand Russell.
Leikarar telja það ólánsmerki,
að vitna í Macbeth í leikhúsinu,
og einnig að flauta í búningsklefa
sinum. • Sextánda fótgönguliðs-
sveitin var eina sveit brezka hers-
ins, sem barðist móti fjórum ó-
vinaþjóðum í styröldinni: Þjóð-
verjum, ítölum, Japönum og
frönsku Vichy-stjórninni. • Það
er ekkert „h“ til í rússnesku; í
stað þess nota Rússar „g“. Tvo erki-
óvini sína í stríðinu kölluðu þeir
„Gitler" og „Girohito". • Síðasta
skipti, sem vitað er til að dýr
hafi verið formlega dæmt til dauða
í Evrópu, var í Delmont í Sviss
árið 1906, þegar stór hundur, sem
átt hafði þátt í morði manns að
nafni Marger, var tekinn af lífi.
Eigandi hundsins og sonur hans,
sem lagt höfðu ráðin á um morð-
ið og sigað hundinum á Marger,
voru dæmdir í ævilangt fangelsi. •
„Betri helmingur", í merkingunni
eiginkona, kom fyrst fram í bók-
inni „Arcadia" (1580) eftir enska
skáldið Sir Philip Sidney. • Ný-
legir fornleifafundir í Níníve, höf-
uðborg hinnar fornu Assýríu,
benda til, að regnhlífar hafi verið
notaðar þar mörg hundruð árum
fyrir Krist. — Peter Fleming.
Það var stærðfræðingur, sem
fyrstur fann reikistjömuna Nep-
túnus, með útreikningum. • Ekki
hefur fundizt nein lifvera I Dauða-
hafinu, og ber það því nafn með
rentu. • Jörðin vegur um það bil
1 256 000 000 000 000 000 000 000
smálestir. • Hægt er að kveikja
í pípu með kúlulaga flösku, fullri
af vatni, ef sólin er látin skína í
gegnum hana. Slíkt er einnig hægt
að gera með ísmola, sem slípaður
er eins og safngler. • Á musteri
Salómons konungs var eldingavari.
• Söngvari getur brotið glas með
því að syngja ofan í það tón, sem
er nálægt grunntóni glassins. Eg
sá Dame Nellie Melba brjóta fót-
inn undan vínglasi með söng, í
Sidney í Ástralíu. • Fyrir rúm-
um hundrað árum var maður í
Englandi dæmdur fyrir að hafa
„selt konu sína“. Hann fékk mán-
aðar fangelsi. • Hándel samdi hið
kunna lag sitt Largo fyrir gleði-
söngleik. • Orðið „biblía" er
dregið af nafni þorps í landi því
sem nú heitir Líbanon, þar sem
papýrus var búinn til. Papýrus er
Framhald á 3. kápusíðu.
STE1NDÓR5PRENT H , F.