Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 20
18
tJRVAL
margt til að þau séu svipaðs
eðlis.
Vírusar eru einfrumungar á
markalínu lífs og dauða — ým-
ist dauðir eða lifandi. Það er
t. d. hægt að finna vírusa í krist-
alsformi, líkt og salt. Þessa
kristalla er hægt að geyma nærri
ótakmarkaðan tíma. Þeir eru
dauðir. En séu þeir settir í lif-
andi vef, bregður við. Vírusarn-
ir byrja að taka til sín næringu,
vaxa og margfaldast.
Vírusar af þessu tagi valda
sumum af skæðustu sjúkdóm-
unum, sem hrjá okkur, svo sem
lömunarveiki, bólusótt, vírus-
lungnabólgu og inflúenzu.
Vísindamenn hafa rannsakað
bæði gen og vírusa í rafsjám.
Um þetta segir prófessor Hora-
tio Newman: „Sú tilgáta er
ekki ósennileg, að vírusar og gen
séu lík í eðli sínu, en að genin
séu tamdar vírusagnir, sem
haf i verið innlimaðar í hið flókna
hagkerfi frumunnar."
Newman telur jafnvel hugs-
anlegt, „að fyrstu lífseindirnar,
sem fram komu á jörðinni hafi
verið einstök gen.“
Hve nærri lífinu erum við þar
sem við erum nú stödd? Bæði
gen og vírusar eru aðallega gerð
úr eggjahvítuefni, og má jafnvel
í flestmn tilfellum kalla þau
ofvaxnar eggjahvítuefnissam-
eindir sérstakrar tegundar. Þau
virðast ekki vera neitt flóknari
efnafræðilega en þær eggja-
hvítuefnissameindir, sem dr.
Woodward skapaði.
Sum gen og vírusar eru jafn-
vel einfaldari. í eggjahvítuefnis-
sameind dr. Woodwards voru
meira en miljón frumeindir.
Röntgen-skoðun hefur leitt í
Ijós, að í mörgum genum eru
aðeins um 1000 frumeindir.
Hér er önnur athyglisverð
samlíking: eins og genin, leitast
vírusarnir við að viðhalda hinu
upprunalega sköpulagi sínu.
Þeir ráða lögun og gerð af-
kvæma sinna.
Dr. W. M. Stanley við Rocke-
fellerstofnunina skýrði frá því
í ræðu, sem hann hélt í ameríska
efnafræðifélaginu, að hann hefði
bætt við og skorið af vírusum,
þegar þeir voru í dauðu ástandi.
Því næst voru þessir vírusar
settir í lifandi vefi, kom þá í
ljós, að þeir vírusar, sem af
þeim fæddust, voru eins og hinir
upphaflegu, óskemmdu vírusar,
en ekki eins og þeir, sem skorið
hafði verið af eða bætt við.
Þetta er aðeins annar máti að
segja, að vísindamennirnir hafi