Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 13
HETJA A FLUGI
11
3. Ætlið þér að fljúga mjög
hratt ?
4. Er nauðsynlegt að fljúga
mikið meira en 50 f et yf ir jörðu ?
Við loftskeytamanninn:
Eruð þér alveg viss um, að
þér skiljið morsið, jafnvel þó að
sent sé mjög hratt?
Og að lokum við flugfreyj-
una:
Ef eitthvað kemur fyrir, vilj-
ið þér þá vera svo góðar að segja
mér það svolítið á undan hinum
farþegunum?
Þegar ég hef fengið fullnægj-
andi svör við þessum spurning-
um — og ég verð að viðurkenna,
að allar f lugáhafnir eru ákaflega
sannf ærandi — fer ég upp í flug-
vélina. Ég get ekki gert mér
grein fyrir, hvort betra er að
sitja fremst og taka á móti á-
rekstrinum í öllu sínu ofur-
magni, eða aftast og eiga á
hættu að kastast út í bláinn,
þegar stélið þeytist af. Ég vel
mér sæti í miðri vélinni, þar sem
ég get séð vængina og fylgzt með
því að skrúfurnar snúist.
Fimm mínútum eftir að við
erum komnir á loft, dreg ég negl-
urnar út úr áklæðinu á sætinu
og losa öryggisbeltið, sem ég
hafði spennt svo fast, að mér
lá við köfnun. Svo halla ég mér
aftur á bak í sætinu og dáist
að skýjunum.
Hurðin á flugmannsklefanum
opnast — o g flugmaðurinn sjálf-
ur kemur inn! Mikið dæmalaust
kæruleysi er þetta! Nú hefur
hann skilið eftir einhvern strák-
hvolp við stýrið! Ég horfi með
skelfingu á hann, þegar hann
gengur aftur eftir vélinni, og
spjallar við hina farþegana eins
og ekkert sé. Ég veit hvað hann
er að gera. Hann er að segja
þeim, að allt sé í lagi. Báðir
hreyflarnir séu dottnir af, en það
geri ekkert til.
Þegar röðin kemur að mér,
segir flugmaðurinn: „Góðan
daginn — líður yður ekki vel?“
Ég kinka kolli þegjandi. Það
eina, sem ég vil, er að hann kom-
ist sem fyrst fram í aftur, og
taki stjórnina af þessum strák-
hvolpi. Mér léttir, þegar hurðin
að klefanum hans lokast á eft-
ir honum.
Klukkustund líður. Mér brá
illilega, þegar flugfreyjan hall-
aði sér að mér og sagði eitthvað,
sem ég skildi ekki. Mér heyrðist
það helzt vera: „Við erum að
hrapa.“ Ég var hálfrisinn upp
úr sætinu, þegar mér varð ljóst,
að hún hafði verið að bjóða mér
kaffisopa.
2*